

| 3/4 bolli möndlumjöl | |
| 1/4 bolli hnetusmjör (eða möndlusmjör) | |
| 1/2 bolli OTA haframjöl | |
| 2 msk hlynsíróp | |
| Karamella: | |
| 3/4 bolli mjúkar döðlur, steinlausar | |
| 2 msk hnetusmjör (eða möndlusmjör) | |
| 1/4 tsk vanilludropar | |
| klípa sjávarsalt | |
| 1/4 bolli vatn | |
| 1/2 bolli möndlur, saxaðar gróflega | |
| Súkkulaði: | |
| 1/4 bolli kakó | |
| 3 msk kókosolía | |
| 3 msk síróp eða hunang |
Gerir um 12 stk
| 1. | Látið möndlumjöl og haframjöl í blandara og blandið þar til hefur myndað hveitilíka áferð. |
| 2. | Bætið sírópi og hnetusmjöri saman við og blandið þar til hefur myndast deig. |
| 3. | Látið smjörpappír í brauðform og látið deigið þar í og dreyfið úr. Látið í frysti. |
| 4. | Látið öll hráefnin fyrir karamelluna í blandara og blandið vel. Ef döðlurnar eru ekki mjúkar látið í heitt vatn í smá stund áður en þið setjið í blandarann. |
| 5. | Hellið karamellunni yfir botninn og stráið gróflega söxuðum möndlunum yfir allt. Látið aftur í frysti. |
| 6. | Blandið öllum hráefnunum fyrir súkkulaðið saman í skál og hrærið. Gott að hafa kókosolíuna vel mjúka eða fljótandi. |
| 7. | Hellið yfir allt og látið í frysti í 30 mínútur. Takið úr frysti og skerið í bita. |
| 8. | Gott er að geyma þessa í frysti ef þeir klárast ekki strax. |

Leave a Reply