Súkkulaðimuffins með rjómaostasúkkulaðikremi
Súkkulaðimuffins með rjómaostasúkkulaðikremi
Súkkulaðimuffins með rjómaostasúkkulaðikremi

Innihaldslýsing

100 g súkkulaði, saxað
250 g hveiti
225 g hrásykur (eða púðusykur)
50 g kakó
1 tsk vanillusykur
1 tsk matarsódi (natron)
100 g smjör, brætt
3,75 dl ab mjólk, t.d. frá Mjólka
1 egg
Styrkt færsla

Leiðbeiningar

1.Blandið öllum þurru hráefnunum saman í skál ásamt og 2/3 af súkkulaðinu
2.Í aðra skál blandið öllum blautu hráefnunum saman og hellið síðan saman við þurrefnin og hrærið þar til allt hefur blandast saman en ekki of lengi.
3.Skiptið deiginu niður á 12 muffins form og stráið súkkulaðinu yfir.
4.Bakið í 200°c heitum ofni í 13-15 mínútur.

Leit minni af einföldum, fljótlegum en um leið virkilega bragðgóðum súkkulaðimuffins er lokið. Þessar slógu í gegn hjá mér og öllum fjölskyldumeðlimum og verða bakaðar mjög fljótlega aftur. Þessar eru flottar í barnaafmælið, veisluna og lautarferðina – svo eitthvað sé nefnt.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.