Sushipítsa

Home / Sushipítsa

Ef ég ætti að nefna einn af mínum uppáhalds réttum væri það klárlega þessi. Sushipitsa kemur frá veitingastaðnum Rub23 og ég man þegar ég bragðaði hann fyrst á Akureyri fyrir mörgum árum. Sú upplifun var algjörlega ólýsanleg!
Uppskriftin að sushipítsunni birtist í Morgunblaðinu þann 17. febrúar á þessu ári og hreinlega öskraði á mig. Heppin við að hafa fengið að njóta þessarar uppskriftar og geta núna boðið upp á þennan dásemdar forrétt/smárrétt í heimahúsi.

2013-06-06 16.48.40

2013-06-06 16.24.52

Hráefnin undirbúin

2013-06-06 16.28.22

Búin að dýfa sushinu í tempura deig 

2013-06-06 16.29.40-2Það síðan djúpsteikt

2013-06-06 16.47.16Algjört uppáhald!

Sushipítsa í forrétt fyrir fjóra

Sushipítsubotn
2 noriblöð
100 g sushigrjón (soðin)
Tempuradeig; fæst líka víða sem duft sem vatni er blandað saman við

Aðferð

  1. Setjið grjónin á annað noriblaðið þannig að það sé alveg hulið, leggið síðan hitt noriblaðið ofan á grjónin og pressið létt með höndunum, skerið í fjóra hluta, dýfið síðan í tempuradeigið og djúpsteikið.

Bleikjutartar á sushipítsu
100 g bleikja, fínt skorin
1 tsk kryddjurtamauk (steinselja, kóríander, basilíka)
1 tsk mangó-chilí-sulta
½ tsk hvítlauksolía

Aðferð

  1. Öllum hráefnunum blandað saman og sett ofan á djúpsteikta sushipítsubotninn.
  2. Pítsan er síðan toppuð með chilimajonesi, sætri sojasósu, vorlauk og rauðri papriku.

Nokkur atriði áður en hafist er handa

  • Ekki láta of þykkt lag af hrísgrjónum á noriblaðið.
  • Það skiptir engu þó þið eigið ekki mangó- eða chillí sultu. Þið getið í staðinn skorið mangó og chillí smátt og blandað saman við laxinn.
  • Chillímajones geri þið með því að blanda saman majonesi og chillí paste (t.d. sambal olek).
  • Til að djúpsteikja þarf engar sérgræjur. Ég notaði venjulegan pott og Wesson olíu.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.