Innihaldslýsing

1 dós niðursoðnar kjúklingabaunir, ég notaði frá Rapunzel
1 msk kókosmassi (hvíti hlutinn úr kókosmjólkinni, gott að setja dósina inn í kæli í góða stund áður)
1 msk gróft hnetusmjör
1/2 hvítlauksgeiri
1 msk red curry paste frá Blue dragon
safi úr 1/2 límónu
1/4 tsk sjávarsalt
1 tsk þurrkaður kóríander
Það eru til óendanlega margar útgáfur af hummus. Vissulega kemur hummus upphaflega frá Mið-austurlöndum en hummus þýðir einfaldlega “kjúklingabaun”. Það kemur þó ekki í veg fyrir að það sé hægt að prófa sig áfram með krydd og útfærslur. Þessi uppskrift hér er líklega ansi langt frá upprunanum en kemur alveg lygilega vel á óvart. Bragðmikill...

Leiðbeiningar

1.Opnið kjúklingabaunadósina, hellið vatninu af og skolið baunirnar.
2.Setjið allt saman í matvinnsluvél og látið vélina vinna vel þar til allt er maukað vel saman.

Það eru til óendanlega margar útgáfur af hummus. Vissulega kemur hummus upphaflega frá Mið-austurlöndum en hummus þýðir einfaldlega “kjúklingabaun”. Það kemur þó ekki í veg fyrir að það sé hægt að prófa sig áfram með krydd og útfærslur. Þessi uppskrift hér er líklega ansi langt frá upprunanum en kemur alveg lygilega vel á óvart. Bragðmikill en þó ekki sterkur, tælensk áhrifin frá innihaldsefnunum leyna sér ekki. Hann er dásamlegur á hrökkbrauð, súrdeigsbrauð og einnig sem ídýfa.

 

Þessi færsla og myndir eru eftir Völlu í samstarfi við Innnes ehf.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.