Það eru til óendanlega margar útgáfur af hummus. Vissulega kemur hummus upphaflega frá Mið-austurlöndum en hummus þýðir einfaldlega “kjúklingabaun”. Það kemur þó ekki í veg fyrir að það sé hægt að prófa sig áfram með krydd og útfærslur. Þessi uppskrift hér er líklega ansi langt frá upprunanum en kemur alveg lygilega vel á óvart. Bragðmikill en þó ekki sterkur, tælensk áhrifin frá innihaldsefnunum leyna sér ekki. Hann er dásamlegur á hrökkbrauð, súrdeigsbrauð og einnig sem ídýfa.
![](https://grgs.is/wp-content/uploads/2019/03/Screenshot-2019-06-04-at-22.41.08-e1600288024260.png)
Leave a Reply