Ég elska pítsur, hef prufað ýmsar útgáfur af þeim og flestar bara tekist þrusuvel. Það er hinsvegar gaman að prufa eitthvað nýtt og öðruvísi og enn betra þegar það síðan slær í gegn. Hér er á ferðinni fljótleg og frábær útgáfa af kjúklingapítsu þar sem pítsabotninn er naanbrauð, pítsasósan er himnesk heimagerð sataysósa og áleggið...

Ég elska pítsur, hef prufað ýmsar útgáfur af þeim og flestar bara tekist þrusuvel. Það er hinsvegar gaman að prufa eitthvað nýtt og öðruvísi og enn betra þegar það síðan slær í gegn. Hér er á ferðinni fljótleg og frábær útgáfa af kjúklingapítsu þar sem pítsabotninn er naanbrauð, pítsasósan er himnesk heimagerð sataysósa og áleggið kjúklingur, mozzarellaostur og grænmeti að eigin vali. Pítsan er síðan toppuð með vorlauk, fersku kóríander og söxuðum salthnetum eða í raun því sem hugurinn girnist. Borðuð í góðum félagsskap, jafnvel með hvítvínsglasi og þið eruð í góðum málum…

IMG_9032

IMG_9004-2

 

IMG_9001

 

IMG_8994

 

IMG_9039

Hráefni í sataysósuna

Thai kjúklingapítsa með sataysósu
4 smápítsur

Sataysósa
1 msk sesamolía (t.d. Sesam oil frá Blue dragon)
3 msk soyasósa (t.d.  Soy sauce frá Blue dragon)
1 1/2 tsk ólífuolía
1 1/2 tsk vatn
2 1/2 tsk hrísgrjónaedik (t.d. Sushi rice vinegar frá Blue dragon)
1 1/2 msk sherry (má sleppa og nota edik eða vatn)
1 1/2 tsk púðusykur
1/2 tsk engifer, fínrifið
1/2 tsk chilímauk (t.d. Minced hot chilli frá Blue dragon)
60 g hnetusmjör

Pítsan
4 naanbrauð
2 kjúklingabringur, eldaðar og skornar í litla bita
1 rauð paprika, skorin í þunnar sneiðar
1-2 rauðlaukur, skorinn í þunnar sneiðar
mozzarellaostur, rifinn
1 búnt kóríander, saxað
salthnetur, saxaðar

  1. Látið öll hráefnin fyrir sósuna í matvinnsluvél og blandið vel saman.
  2. Deilið sósunni niður á naanbrauðin. Látið kjúklinginn, grænmetið og síðan ostinn yfir allt.
  3. Setjið pítsurnar inn í 210°c heitan ofn, enn betra ef þið eigið pítsaofn, þar til naanbrauðin eru orðin gyllt og osturinn hefur bráðnað.
  4. Takið pítsuna úr ofninum og leyfið að kólna lítillega áður en þið stráið kóríander og salthnetum yfir hana. Berið fram og njótið vel.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.