Ég hef alltaf verið mjög hrifin af öllum indverskum mat og finnst fátt betra en að dúlla mér með allskonar krydd, marineringar og góð hráefni. Stundum er þó ansi mikið að gera og get ekki gefið mér tíma í að standa yfir pottum og pönnum. Þvílíki lúxusinn sem það er að geta gripið í tilbúnar sósur og kryddmauk og henda í gúrm indverskan sem eldar sig eiginlega bara sjálfur!
Ég marinera kjúklinginn uppúr kryddmauki frá Pataks og nota svo Tikka Masala sósuna frá þeim líka. Útkoman var alveg sérlega bragðgóður réttur sem var alls ekki of sterkur heldur svo allir gátu fengið sér vel af honum.
Uppskrift og myndir eru eftir Völlu í samstarfi við Innnes ehf, umboðsaðila Patak’s á Íslandi
Leave a Reply