Hvað get ég sagt annað en – þessa Rice Krispies súkkulaði hafraklatta verðið þið hreinlega að gera. Trylltir!   Er til eitthvað gómsætara???   Rice Krispies súkkulaði hafraklattar 14-16 klattar Klattar 6 dl haframjöl 200 g smjör, brætt 2 dl sykur 1 1/2 msk vanillusykur 2 msk kakó 3 msk kaffi 1 msk rjómi Rice...

Hvað get ég sagt annað en – þessa Rice Krispies súkkulaði hafraklatta verðið þið hreinlega að gera. Trylltir!

 

Er til eitthvað gómsætara???

 

Rice Krispies súkkulaði hafraklattar
14-16 klattar
Klattar
6 dl haframjöl
200 g smjör, brætt
2 dl sykur
1 1/2 msk vanillusykur
2 msk kakó
3 msk kaffi
1 msk rjómi

Rice Krispies súkkulaði
300 g suðusúkkulaði, skipt niður
3 dl Rice Krispies
  1. Setjið haframjöl í matvinnsuvél og vinnið smátt.
  2. Bætið bræddu smjöri, sykri, vanillusykri, kakó, kaffi og rjóma saman við og blandið vel saman. Setjið í kæli í nokkrar mínútur.
  3. Mótið þá deiginu í litla klatta.
  4. Bræðið 100 g af súkkulaðinu og hrærið vel saman við Rice Krispies.
  5. Bræðið 200 g af súkkulaði í skál og dýfið bollunum í súkkulaðið.
  6. Setjið strax súkkulaðiðhúðað Rice Krispies yfir bolluna.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.