Innihaldslýsing

2 bollar hveiti, má vera aðeins rúmlegt
1 bolli hrásykur, ég notaði Cristallino frá Rapunzel
3 tsk lyftiduft
1 tsk salt
3 tsk kanill
1 tsk engifer
1/2 tsk múskat
2 bollar fínt rifnar gulrætur
1 bolli Oatly haframjólk eða önnur jurtamjólk
1 dós Oatly sýrður rjómi
1 msk eplaedik
1/2 bolli saxaðar pekanhnetur, smá skipta út fyrir aðra tegund af hnetum eða sleppa alveg
Þessar muffins eru ótrúlega auðveldar og þægilegar. Þær eru vegan og henta því einnig mörgum með ofnæmi eða óþol. Það er hægt að frysta þær og taka út eftir þörfum og skella í nestisboxið. Í þeim eru pekanhnetur en það má skipta þeim út fyrir aðrar hnetur eða hreinlega bara sleppa þeim. Í kökunum er...

Leiðbeiningar

1.Byrjið á því að rífa niður gulræturnar og hita ofninn í 180°C
2.Setjið öll þurrefni í skál og hrærið í með sleif. Blandið haframjólk, sýrða rjómanum, olíunni og edikinu saman við og hrærið í með sleifinni. Bætið gulrótunum og hnetunum saman við.
3.Raðið muffins formum í muffins bakka, fyllið formin að 3/4. Deigið ætti að duga í 16-18 kökur.
4.Bakið kökurnar í 25 mín ca. Kælið á grind.
5.Þessar frystast vel og gott að taka þær út eftir þörfum, fullkomnar í nestið og lautarferðina!

Þessar muffins eru ótrúlega auðveldar og þægilegar. Þær eru vegan og henta því einnig mörgum með ofnæmi eða óþol. Það er hægt að frysta þær og taka út eftir þörfum og skella í nestisboxið.

Í þeim eru pekanhnetur en það má skipta þeim út fyrir aðrar hnetur eða hreinlega bara sleppa þeim. Í kökunum er Oatly sýrði “rjóminn” og hann gerir þær ótrúlega mjúkar og djúsí!

 

Creamy Oat Fraiche | Oatly

 

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Innnes ehf.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.