Innihaldslýsing

Vökvi úr einni dós af kjúklingabaunum, ég notaði frá Rapunzel
1/2 bolli flórsykur eða fínt malaður hrásykur
1/2 tsk sítrónusafi
1/4 tsk cream of tartar
1 peli Oatly visp þeytirjómi
1 msk flórsykur
1/2 tsk sítrónusafi
Ber eftir smekk
Karamellusósa eftir smekk, sjá uppskrift
Hvort sem þú velur að sneiða hjá dýraafurðum eða ert með ofnæmi eða óþol þá eru þessar vegan pavlovur svarið við marengs ástinni. Þær eru léttar, stökkar og Oatly hafrarjóminn gerir þær svo djúsí. Með ferskum berjum og vegan karamellusósu er þetta hinn fullkomni sumareftirréttur. Marengsinn er úr aquafaba eða kjúklingabaunasafa og lykilatriðið er að...

Leiðbeiningar

1.Sigtið safann úr dósinni og setjið í hrærivélaskál. Byrjið að þeyta safann og þegar hann er byrjaður að freyða vel byrjið þá að bæta við sykrinum, 1 msk í einu. Setjið cream of tartar og sítrónusafa saman við og haldið áfram að hræra. Þeytið marengsinn samtals í 8-10 mín. Það er mjög mikilvægt að þeyta hann svona lengi svo hann leki ekki.
2.Setjið marengsinn á plötu með skeið í því formi sem þið kjósið, passið að hafa gott bil á milli því hann stækkar og rennur aðeins út. Mínar kökur voru um það bil 8 cm í þvermál.
3.Bakið við blástur á 110°C í 2 klst. Látið kólna í ofninum yfir nótt ef mögulegt er. Hann verður stökkari þannig.
4.Útbúið karamellusósuna og setjið í krukku og geymið.
5.Það er alls ekki verra ef það er gott freyðivín og sól með en má sleppa!
6.Setjið pacvlovuna saman: Leggið marengs á disk, þar ofan á kemur Oatly rjóminn, dreifið karamellunni yfir og raðið berjum ofan á.

Hvort sem þú velur að sneiða hjá dýraafurðum eða ert með ofnæmi eða óþol þá eru þessar vegan pavlovur svarið við marengs ástinni. Þær eru léttar, stökkar og Oatly hafrarjóminn gerir þær svo djúsí. Með ferskum berjum og vegan karamellusósu er þetta hinn fullkomni sumareftirréttur.

Marengsinn er úr aquafaba eða kjúklingabaunasafa og lykilatriðið er að þeyta hann nógu lengi með cream of tartar.

iMat Visp | Oatly | Sweden

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Innnes ehf.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.