Ég held því oft fram að langflestar uppskriftirnar á GulurRauðurGrænn&salt séu einfaldar og fljótlegar í gerð og við allra hæfi, líka þeirra sem eru að stíga sín allra fyrstu skref í eldhúsinu. Ég ákvað hinsvegar einn daginn að láta á það reyna og tilkynnti 11 ára syni mínum að nú myndi hann sjá um kvöldmatinn....
Tag: <span>gott</span>
Morgunmúslí sem sló í gegn!
Ég get algjörlega óhikað sagt frá því að þetta múslí er það allra besta sem ég hef bragðað. Það inniheldur fullt af fræjum, hnetum og höfrum sem eru stökkir og bragðgóðir og hér með dásamlegu karmellubragði. Ég borða þetta út á súrmjólkina á morgnana og laumast svo í krukkuna yfir daginn og fæ mér smá....
Ítalskur sinnepskjúklingur með rótargrænmeti
Haustin er tími rótargrænmetis og þá streymir það í búðirnar nýtt og ferskt í öllum regnbogans litum. Það er gaman að elda úr rótargrænmeti og fjöldinn allur af uppskriftum í boði en að þessu sinni ætla ég að koma með skothelda uppskrift af ítölskum sinnepskjúklingi með rótargrænmeti. Rétturinn er ofureinfaldur í gerð, fljótlegur og alveg...
Super nachos með bræddum osti & salsakjúklingi
Mér þykir ótrúlega gaman og gott að fá mér super nachos á veitingahúsi. Tosa til mín nachosflögurnar með hrúgu af bræddum osti, salsakjúklingi og dýfa í sýrða rjómann. Hreinn unaður!! Ég gerði þessa uppskrift um síðustu helgi og nýtti afganginn af límónukjúklinginum frábæra sem var í matinn kvöldinu áður og smellpassaði í þennan rétt. Uppskriftina...
Thailensk kjúklingasúpa fyrir sálina
Langar þig að bragða eina bestu súpu sem þú hefur á ævinni bragðað og skella þér um leið með bragðlaukana og hugann til Thailands? Ef svarið er já er þetta súpan fyrir þig! Hún færir þér sól í hjarta og gælir við bragðlaukana. Hér smellpassa öll hráefni einstaklega vel saman og úr verður þessi dásemdar...
Gestabloggarinn Ása M. Reginsdóttir
Þegar ég startaði þessari síðu minni var alltaf hugmyndin að fá hæfileikaríka og frumlega einstaklinga til að koma með sína góðu uppskrift. Nú er komið að því og fyrsti matgæðingurinn minn er hún Ása María Reginsdóttir, fagurkeri með meiru. Hún býr í Verona á Ítalíu með eiginmanni sínum Emil Hallferðssyni sem er atvinnumaður í knattspyrnu...
Girnilegt grænmetis lasagna
Var ég búin að segja ykkur að ég elska grænmeti? Allir þessir litir, form, lögun og öll þessi mismunandi brögð. Ég er ekki grænmetisæta, en ég sæki klárlega mikið í léttari mat þar sem undirstaðan er ýmiskonar grænmeti. Lasagna er réttur sem maður fær aldrei nóg af og á alltaf vel við og hentar bæði...
Volgt lambakjötssalat í balsamiklegi
Til að elda góðan mat þarf ekki mikið annað en ástríðu og áhuga fyrir matargerð. Það þarf að prufa sig áfram, skoða, lesa, mistakast, byrja aftur og gleðjast þegar manni er umbunað erfiðið með einhverju sem slær algjörlega í gegn. Ef maður er ekki fyrir það að vera lengi í eldhúsinu en vill engu að...
Eggaldinmauk með myntu
Þessa eggaldinmauk geri ég reglulega þegar okkur langar í hollt og gott snarl og bragðast alveg frábærlega með ristaðri tortillu, pítubrauði eða sem álegg á samloku. Reykt eggaldinmauk með myntu 1/3 bolli möndlur 1 stórt eða 2 lítil eggaldin 2 msk ólífuolía 2-3 msk sítrónusafi 2 hvítlauksrif, pressuð 2 msk fersk mynta, söxuð 2 msk...
Sætkartöflu panini í pítubrauði
Perfecto Perfecto Perfecto Það er ótrúlegt hvað svona lítil og nett samloka getur gert mikið fyrir bragðlaukana. Hún nær fullkomnun eins langt og fullkomnun nær. Þessi panini er einföld og fljótgerð og á alltaf við hvort sem er sem hádegismatur eða veislumatur. Gleymdu öllum uppskriftum sem þú hefur áður séð og gerðu þessa..núna! Sætkartöflu panini...
Spaghetti með sítrónu, parmesan og klettasalati
Um þennan rétt langar mig svo að segja “it had me at hello” og ég veit að þegar þið takið fyrsta bitann og finnið pastað bráðna í munni ykkar og dásamlegt samspil sítrónunnar og parmesanostsins að þið eruð þið líka kolfallin. Það besta er svo að þessi réttur er fljótlegur, einfaldur og algjörlega óhætt að...
Bleikja í kókosmjólk
Fagur fiskur í sjó…. Þið þekkið eflaust öll hversu vel chilí, hvítlaukur og engifer eiga saman. Bætið kókosmjólk útí og þið eruð komin með sól og sumaryl í eldhúsið og það í október og toppið það! Þið stjórnið því hversu sterkan þið viljið hafa réttinn en hér vann ég með hálfan chilí með fræjum og...
Bjútífúl bláberjaís
Þennan ís getið þið borðað með góðri samvisku alla daga og í allar máltíðir. Hann er bara hollur og góður.. svo gaman þegar það fer svona vel saman. Nú er tilvalið að nýta bláberin og búa til ís á ótrúlega einfaldan hátt. Bjútífúl bláberjaís 2 frosnir banana, niðurskornir áður en settir í frysti 1 bolli...
- 1
- 2