Ég hreinlega dýrka góða hrísgrjónarétti og gæti satt best að sega borðað hrísgrjón í öll mál. Reyndar á mínum yngri árum gerði ég það heilt sumar. Hrísgrjón í hádeginu og hrísgrjón á kvöldin og var alsæl. Ekki flókinn matarsmekkurinn á þeim tíma. Hér kemur réttur sem mætir hrísgrjónaþörfinni vel og er mögulega aðeins hollari en...
Tag: <span>grænmeti</span>
Vegan osturinn sem slær í gegn!
Hver hefði trúað að hægt væri að búa til gómsætan ost úr gulrótum og kartöflum…..ég var a.m.k. skeptísk í fyrstu en eftir að hafa prófað varð ekki aftur snúið og núna er þetta uppáhalds vegan osturinn hjá minni fjölskyldu. Þessi ostur minnir skuggalega mikið á gulu nacho ostasósuna sem maður fær í bíó og er...
Frábær fiskréttur í rjómasósu með grænmeti og fetaosti
Jæja er þá ekki kominn tími á góðan fiskrétt sem er hollur en samt smá “gúrm”? ‘Þennan rétt er einfalt að gera og í raun hægt að nota það grænmeti sem til er í ískápnum hverju sinni og nýta þannig það sem þið eigið nú þegar. Verið óhrædd við það. Fiskréttinn er hægt gera bæði...
Fimm stjörnu wok í ostrusósu
Það er langt síðan ég hef komið með uppskrift af góðum “styr fry” rétti en þannig uppskriftir eru einmitt í miklu uppáhaldi þar sem þær taka ekki langan tíma og í rauninni hægt að nota það sem fyrirfinnst í ísskápnum hverju sinni. Þið sem eigið ekki sherrý að þá má sleppa því stigi, en það...
Stir fry nautakjöt í chilísósu
Ég fer ekki leynt með dálæti mitt á tælenskri matargerð og fæ ekki nóg af því að dásama kryddin, litasamsetninguna og einfaldleikan sem felst í þessari tegund matargerðar. Hér má segja að hollustan sé í fyrirrúmi og það algjörlega áreynslulaust. Þessi einfaldi réttur með nautakjöti og grænmeti í himneskri chilísósu er kominn á uppáhalds listann...
Einn ofurgrænn
Það er fátt betra en að byrja daginn á hollum og góðum drykk sem er stútfullur af góðri næringu. Þessi græni drykkur er í miklu uppáhaldi hjá mér og ef þið eruð að taka fyrstu skrefin í grænmetisdrykkjum þá get ég mælt með honum. Auðvitað er stórt stökk að fara úr ávaxtadrykkjum (séu þið vön...
Kjúklingasalat í öllum regnbogans litum
Þetta kjúklingasalat er í miklu uppáhaldi hjá mér og það nægir í rauninni bara að horfa á það til að átta sig á því af hverju. Allir þessir fallegu litir komnir saman í matarmikla, næringarríka og ljúffenga máltíð. Reyndar svo ljúffenga að börnin borða þetta með allra bestu lyst, þó kannski sé fussað og sveiað...
Lasagna meistaranna
Það verður að viðurkennast að ég hef lengi átt í ástar-/haturssambandi við lasagnagerð. Það er nefninlega þannig að þegar kemur að bestu lasagnauppskriftinni að þá er það lasagna hennar mömu ávallt vinninginn (það kannast örugglega fleiri við það). Hún gerir lasagna eins og enginn annar. Ég hef fengið uppskriftina hjá henni sem er að hennar...
Kjúklingaréttur með kókosmjólk og rauðu karrý
Ummmm hér er á ferð réttur að mínu skapi – fullt af fallegum litum, hollustan í fyrirrúmi og svona matur sem maður upplifir að næri bæði líkama og sál! Rétturinn er meðalsterkur með 1 kúfaðri msk af rauðu karrýi og rífur aðeins í sem er voða gott að mínu mati en auðvitað misjafnt hvað fólk...
Kjúklingapíta með rósapipar
Allt sem er bleikt bleikt finnst mér vera fallegt Pítur eru einfaldur matur og getur auðveldlega verið holl og góð næring. Þær henta frábærlega í miðri viku þegar maður er oftar en ekki í tímaþröng. Þessi píta er hinsvegar ekki hefðbundin, heldur er hún létt og frískandi og alveg dásamleg á bragðið. Ef þið eigið...
Tostadas með kjúklingi
Tostadas er mexikóskur réttur með djúpsteiktri tortillu, kjúklingi, baunum og grænmeti. Þetta er fallegur réttur sem skemmtilegt er að borða sem forrétt (þá með minni tortillu)eða aðalrétt. Að mínu mati er hann enn betri þegar tortillan er einfaldlega pensluð með olíu og ristuð í ofni í stað þess að vera djúpsteikt. Þegar tostadas er borðað er fínt að láta hnífapörin lönd...
Thailenskar eggjanúðlur með basil & nautakjöti
Eggjanúðlur með nautakjöti og fullt af grænmeti Thailenskar eggjanúðlur með nautakjöti og basil Þessi réttur er léttur en saðsamur. Nautakjötið er kærkomin hvíld frá kjúklingnum, en að sjálfsögðu má skipta nautakjötinu út fyrir kjúklingi eða lambakjöti. Tilvalið er að nota í þennan rétt það grænmeti sem til er í ísskápinum, því meira grænmeti því betra....
Kjúklingapasta með cajunkryddi
Geta 1233 einstaklingar haft rangt fyrir sér? Þetta hugsaði ég þegar ég las umfjöllun um það sem leit út fyrir að vera óskaplega venjulegt kjúklingapasta. Þvílíka lofið sem það fékk! Forvitnin náði tökum á mér og ég varð að prófa. Gæti þetta klikkað? Ég breytti uppskriftinni aðeins og setti fullt af grænmeti. Pastað var frábært...
Bruschetta með tómötum
Bruschetta er frábær forréttur en einnig kjörið miðdegissnarl, einfalt í framkvæmd og dásamlegt á bragðið. Hráefni 1 baguette-brauð extra virgin ólífuolía 6 plómutómatar, fræhreinsaðir og skornir í teninga 3-4 hvítlauksrif 1/2 rauðlaukur, smátt skorinn 10-12 fersk basilíka söxuð salt og pipar balsamiksýróp Aðferð Skerið brauðið í sneiðar og hellið ólífuolíu yfir það. Ristið á pönnu....