Þetta er uppskrift að einu rosalegasta nammibitum sem til eru. Þeir innihalda einungis fjögur hráefni og taka nokkrar mínútur í gerð en mæÓmæ hvað þeir eru mikil dásemd. Ég hef gert þá með það í huga eða eiga í frysti þegar góða gesti ber að garði en gestirnir hafa enn ekki náð að fá smakk...
Tag: <span>karmella</span>
Karmellusúkkulaði *Hráfæði *Hollusta
Við erum alveg að keyra á hollustuna “full force” þessa dagana. Það þýðir hinsvegar ekki að við séum ekki að njóta, því áfram er verið að gæða sér á góðum mat og jú sætindin eru bara í hollari kantinum. Þetta hráfæði-karmellusúkkulaði er hreinn unaður. Karmellusúkkulaðið er einfalt að gera, meinhollt og hefur nú þegar slegið...
Karmellukornflexnammi með lakkrísbitum
Dásamlega gott nammi sem ég vara ykkur við að gera nema þið hafið einhvern hjá ykkur til borða það með ykkur….trúið mér, ég tala af reynslu. Þetta er svona einu sinni byrjað, getið ekki hætt. Stökkt, en um leið svo mjúkt, með ljúfri karmellu og dásamlegum lakkrís. Þessa verðið þið að prufa!!!!! Karmellukornflexnammi með...
Púðusykursmarengs með rice krispies og ljúfri karmellusósu
Púðusykursmarengsinn klassíski kemur hér í sparibúningi með ljúfri og góðri karmellusósu. Saman er þessi blanda ósigrandi! Púðusykursmarengs með rice krispies og ljúfri karmellusósu Marengsbotnar 4 eggjahvítur 2 dl púðusykur 1 dl sykur 50 g rice krispies Ljúf karmellusósa 50 g smjör 1 dl rjómi 1 poki (250 g) rjómakarmellur, ég notaði frá Freyju 1 peli...
“Rocky road” nammibitar með lindubuffi og karamellu
Næsti gestabloggari á GulurRauðurGrænn&salt er Melkorka Árný Kvaran íþrótta- og matvælafræðingur. Melkorka er eigandi og stofnandi fyrirtækisins Kerrupúl sem er með sérsniðin námskeið hugsuð fyrir mæður í fæðingarorlofi þar sem barnið kemur með i vagninum meðan móðirin styrkir sig eftir barnsburð, jafnt líkamlega sem andlega. Melkorka er einnig með útipúlsnamskeið i Laugardalnum og eru þau hugsuð fyrir...
Sykurlaus karmella með möndlum og dökku súkkulaði
Það var gaman að finna fyrir góðum viðbrögðum ykkar við uppskriftinni með sætunni frá Via Health, þar sem við gerðum sykurlausa eplaköku með pekanhnetukurli. Það er því ekki úr vegi að endurtaka leikinn og að þessu sinni prufuðum við okkur áfram með sykurlausa karmellu með möndlum og dökku súkkulaði…mæ ó mæ – hún sló gjörsamlega...
Mars twix ostakaka með karmellusósu
Þessa ómótstæðilegu mars-twix ostaköku með karmellusósu gerði vinkona mín hún Birna Varðar fyrir veislu á dögunum. Þegar ég sá hana kom ekkert annað til greina en að ég fengi uppskriftina enda á ferðinni kaka sem er ómótstæðileg með meiru. Birna tók vel í það og hér er uppskriftin fyrir okkur hin að njóta en hún...
Karmelluostakaka með oreobotni
Mikið sem það var nú notalegt að vakna upp í morgun og sjá fallega snjóbreiðu yfir öllu. Á svona dögum er dásamlegt að búa á Íslandi. Ég skellti mér í góðan göngutúr í þessu hressandi veðri og kom svo inn og gæddi mér á dásamlegu tei úr nýju tebollunum mínum sem ég fékk hjá Tefélaginu....
Karmellukjúklingur
Í aðdraganda jólanna er svo gott að gera vel við sig í mat, drykk og góðum félagsskap. Ég kýs að hafa matinn afslappaðan og einfaldan en þó hátíðlegan á skemmtilegan hátt. Karmellukjúklingurinn fellur undir þann flokk og svo gaman að hóa góða vini saman og gæða sér á þessum dásamlega rétti. Karmellukjúklingur 4 kjúklingabringur 1...
Daim og karmellu smákökur
Þessar smákökur eru vinsælastar hjá drengjunum mínum. Stökkar og góðar og bókstaflega bráðna í munni. Daim og karmellusmákökur 230 g mjúkt smjör 170 g sykur 150 g púðursykur 2 egg 2 dl karamellusósa 200 g Daim-kúlur 100 g haframjöl 1 msk matarsódi 220 g hveiti 2 tsk vanilludropar Hrærið smjör, sykur og púðursykur vel saman....
Ísréttur með hindberjum og karmellusósu
Ég hef sagt það áður og segi það aftur ég ELSKA rétti sem maður getur galdrað fram á núll einni og bragðast dásamlega. Hér er einn slíkur….já og enn eitt uppáhaldið. Það má leika sér með hráefnin og hér er ekkert heilagt. Frábær ísréttur í matarboðið eða kósýkvöld fjölskyldunnar. Ísréttur með hindberjum og karmellusósu 1...
Næstum því Snickers
Þessir nammibitar eru af hollari gerðinni og komast ansi nálægt því að vera eins og Snickers á bragðið. Þeir eru einfaldir í gerð með hollu nougat-, karmellu- og salthnetufyllingu og þetta er að lokum toppað með þunnu lagi af dökku súkkulaði. Hreint út sagt dásamlegir! Nammi namm! Næstum því Snickers ca. 16 bitar Nougat 185...
Hollari kleinuhringir með karmelluglassúr
Ég hef svo gaman að því að skoða fallegar uppskriftarsíður og ekki þykir mér það verra ef að uppskriftirnar eru hollar. Hún Leanne Vogel heldur úti síðunni Healthful pursuit en þar birtir hún uppskriftir sem eru hollar og girnilegar og henta öllum vel en þó sérstaklega þeim sem eru með einhverskonar óþol eða á sérstöku...