Góður kjúklingaréttur stendur ávallt fyrir sínu og ég tala nú ekki um ef hann er einfaldur og fljótlegur í gerð. Þessi kjúklingaréttur gerir reyndar svo miklu meira en það því hann sprengir í raun alla skala sem hægt er að sprengja og er hér með kominn á “best of” listann. Þið skiljið af hverju þegar...
Tag: <span>pestó</span>
Kjúklingaréttur með pestó, fetaosti og döðlum
Þeir sem þekkja döðlu og ólífupestóið hennar Karinar vita að þar er á ferðinni eitt það allra gómsætasta pestó sem hugsast getur enda hefur það fyrir löngu slegið í gegn og verið einn sá allra vinsælasti réttur á grgs.is í langan tíma. Karin er svo mikill snillingur að hún á líka uppskrift að kjúklingarétti sem...
Basilkjúklingur með hlynsýrópi og grilluðum fetaosti
Þetta er með betri máltíðum sem ég hef bragðað í..tja að minnsta kosti nokkra klukkutíma. Kjúklingurinn marineraður í hlynsýrópi, gott basilpestó, tómatar og grillaður fetaostur gefa þessum rétti tíu stjörnur. Ég er mikið farin að nota úrbeinuð kjúklingalæri og finnst þau vera góð tilbreyting frá kjúklingabringunum og gerði það í þessari uppskrift, bæði er þó...
Pastarétturinn sem átti fullt af vinum!
Það er nú yfirleitt þannig að langflestir elska að gæða sér á góðu pasta. Þegar kemur að góðum pastaréttum eru útgáfurnar ansi margar en þessi er í miklu uppáhaldi hjá mér og mínum enda stútfullur af góðri næringu og bragðið er himneskt – ekki skemmir hvað hann er fljótlegur í gerð. Ég nota matvinnsluvél við...
Þorskur í pestómauki
Í augnablikinu er það þessi fiskréttur sem er í miklu uppáhaldi. Hann er einfaldur og fljótlegur í gerð en bragðið er hreint út sagt frábært. Uppskriftin kemur úr Gestgjafanum en er hér þó með örlítið breyttu sniði. Með þessum rétti er tilvalið að hafa parmesan sætkartöflumús og steikt grænmeti. Fiskur í pestómauki 800 g þorskur...
Döðlu & ólífupestó
Uppskriftina að þessu brjálæðislega góða döðlu & ólífupestói fékk ég hjá henni Karin Ernu Elmarsdóttur. Ég var stödd í boði þar sem þetta var á boðstólnum og ég hélt ég yrði ekki eldri þegar ég smakkaði það, þvílík dásemd. Ég linnti ekki látum fyrr en ég fékk uppskriftina sem hún Karin á sjálf heiðurinn að....
Sumarleg salatpitsa
Þessi frábæra salatpitsa er ein af mínum uppáhalds. Hún er bæði fljótleg og einföld í gerð og stútfull af góðri næringu. Hér er tilvalið að nota bara það sem þið eigið til í ísskápnum, en útkoman er engu að síður algjör sælkeramatur. Hér myndi ég segja að aðalmálið væri að gera pestóið sjálf. Það er...