Ef ykkur vantar uppskrift af einfaldri, fljótlegri og virkilega bragðgóðri súpu mæli ég með því að þið prufið þessa. Uppfull af góðri næringu…svona matur sem er góður fyrir sálina. Njótið vel! Tælensk naglasúpa Fyrir 4 Styrkt færsla 3 msk extra virgin ólífuolía, t.d. extra virgin ólífuolía frá Philippo Berio 600 g kjúklingalæri, t.d. frá...
Tag: <span>réttur</span>
Mexíkóskur nachoskjúklingur í mole súkkulaðisósu
Kjúklingur í mole sósu er vel þekkur réttur í mexíkóskri matargerð en í honum er kjúklingurinn eldaður upp úr þessari himnesku mole sósu sem samanstendur af súkkulaði og chilí. Bæði sæt og bragðmikil í senn. Þessi réttur getur tekið óratíma í undirbúningi, sem getur verið mjög gaman, en fyrir komandi vinnuviku fáið þið uppskrift af...
Tagliatelle í parmaskinkurjóma
Uppskrift dagsins (okkur langar að segja uppskrift aldarinnar) er pastaréttur gerður úr fersku pasta frá ítalska fyrirtækinu RANA með parmaskinkurjóma og kirsuberjatómötum mýktum á pönnu sem er síðan velt upp úr balsamik ediki. Þetta er sannkallaður veislumatur sem tekur einungis um 15 mínútur í gerð og slær svo sannarlega í gegn. Hægt er að leika...
„Allt í einni pönnu“ lasagna
Fljótlegt og frábært lasagna sem sparar uppvaskið svo um munar og bragðast dásamlega. Þetta er rétturinn sem smellpassar inn í líf okkar flestra á virkum dögum þegar tími til eldamennsku er af skornum skammti, en þegar okkur langar samt í eitthvað gott. Hér fara öll hráefnin á pönnuna og látið malla þar til heimilið ilmar...
Pestófyllt fléttubrauð
Þetta fallega pestófyllta fléttubrauð er hluti af færslu sem birtist frá GulurRauðurGrænn&salt í fermingarblaði Morgunblaðsins á dögununum en hér er á ferðinni brauð sem gaman er að bera fram í veislum. Brauðið er mjúkt og bragðgott og lítur skemmtilega út. Það má fylla með í rauninni hverju sem er, pestó að eigin vali, sólþurrkuðum tómötum,...
Indversk kjúklingasúpa
Helgin mín var heldur betur skemmtileg en ég var að kynna nýju matreiðslubókina mína – Fljótlegir réttir fyrir sælkera – á bókamessu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þar bauð ég gestum og gangandi upp á Kúlugottið dásamlega. Ég bjó til 5000 stykki fyrir helgina sem kláruðust öll og í hvert skipti sem fólk smakkaði heyrði ég alltaf..ummmmm. Þarna voru...
Pastasalatið sem alltaf slær í gegn
Nú er ég sko að koma með smá leynivopn..uppskrift sem aldrei klikkar. Allir sem bragða þetta pastasalat munu vilja uppskriftina. Ég er ekki mjög gjörn á að elda sama réttinn oft, en þennan hef ég hinsvegar gert í mörg ár við margskonar tilefni og hann þreytist aldrei. Þetta pastasalat er hrikalega gott og þá meina...