Sushi er ávallt vinsæll réttur og þá sérstaklega þegar margir koma saman. Sushi er einstaklega ljúffengt og létt í maga og tiltölulega einfalt í gerð. Hér eru hrísgrjónin aðalmálið mikilvægt að gefa sér smá tíma í að nostra við þau. Ef að þau eru gerð á réttan hátt eru manni allir vegir færir og hægt...
Tag: <span>veisla</span>
Partývænir lambaborgarar í sætkartöflu”brauði”
Sumarið er tíminn sagði einhver og Eurovision er að mínu mati fyrsti í sumri. Þá skín sólin (næææær undantekningalaust), vinir og fjölskyldur koma saman og hlusta á fullt af misgóðum lögum, hlæja og síðast en ekki síst borða góðan mat. Jebbs þið eruð að lesa mig rétt..ég elllska Eurovision :) #ísland #12stig #Islande #dupva. Innblásin...
Oreo ostakökubitar
Ómótstæðilegir ostakökubitar sem gaman er að bjóða upp á í veislum og hentar sérstaklega vel með pinnamat, nú eða í eftirrétt með góðum kaffibolla. Þessir slá alltaf í gegn. Oreo ostakökubitar Gerir um 40 stk. 36 oreokex 4 msk smjör 900 g rjómaostur, mjúkur 200 g sykur 230 g sýrður rjómi 1 tsk vanilludropar 4...
Pestófyllt fléttubrauð
Þetta fallega pestófyllta fléttubrauð er hluti af færslu sem birtist frá GulurRauðurGrænn&salt í fermingarblaði Morgunblaðsins á dögununum en hér er á ferðinni brauð sem gaman er að bera fram í veislum. Brauðið er mjúkt og bragðgott og lítur skemmtilega út. Það má fylla með í rauninni hverju sem er, pestó að eigin vali, sólþurrkuðum tómötum,...
Uppáhalds afmæliskakan
Þegar afmæli er í vændum er það þessi kaka sem er bökuð á mínu heimili. Hún er dásamlega mjúk og bragðgóð og svo einföld að það er leikur einn að skella í hana. Hver veit hvað verður en hingað til hefur engin komin í stað þessarar að mínu mati og hún fær því fullt hús...
SúkkulaðibitaBomba
Ommnommmnommm……þessi eftirréttur er fyrir alla eftirrétta elskendur þarna úti. Það tekur enga stund að skella í eina svona dásamlega stökka súkkulaði-karmellusnilld og upplifunin er himnesk. Skelltu tveimur stjörnuljósum í og þú ert komin með áramótaréttinn þetta árið. Það er engin þörf fyrir fleiri orð…þessi selur sig alveg sjálf! SúkkulaðibitaBomban 1 bolli = 230 ml 230...