Uppáhalds kjúklingarétturinn með piparosti, hvítlauk og pestóPrenta

Það er svo gaman að vera ofurspenntur fyrir því að setja inn uppskrift, uppskrift sem allar líkur eru á að aðrir elski jafn mikið og ég geri sjálf. Hér erum við að ræða um uppskrift að kjúklingarétti með piparosti, hvítlauk og pestó.

Uppskrift sem gæti ekki verið einfaldara að gera, en bragðast eins og bragðlaukarnir séu komnir til himna. Þessa uppskrift fékk ég frá einum tryggum lesanda GulurRauðurGrænn&salt, henni Evu Mjöll Einarsdóttur sem sagðist vilja þakka fyrir frábært blogg og góðar uppskriftir og um leið leggja sitt af mörkum í að safna saman fleiri frábærum uppskriftum. Hún sagði að þessi réttur væri uppáhalds kjúklingaréttur fjölskyldunnar og hann gera þau ávallt þegar þau vilja hafa það notalegt.

Ég prufaði hann og það er óhætt að segja að hann er killer (á góðan hátt samt). Við þökkum Evu kærlega fyrir að deila þessari uppskrift með okkur hinum og endilega ef þið laumið á einhverri uppáhalds uppskrift ekki hika við að senda hana á okkur í gegnum skilaboð á facebook síðu GulurRauðurGrænn&salt eða á tölvupóstfangið berglind@grgs.is. Njótið vel – hlakka til að heyra hvernig ykkur líkaði!

 

IMG_7937-2

Uppáhalds kjúklingarétturinn
4-5 kjúklingabringur, ég nota kjúklingabringur frá Rose Poultry
4 stk hvítlauksrif, söxuð smátt
1/2 l matreiðslurjómi
1 stk piparostur (þessir hringlaga)
1 krukka rautt pestó
2 msk soyasósa, ég nota deSIAM soyasósu
5-10 dropar tabasco sósa

  1. Setjið um 1/2-1 msk af smjöri og léttsteikið hvítlaukinn.
  2. Bætið þá matreiðslurjóma, piparosti, rauðu pestó, soyasósu og tabasco sósu saman við, bræðið ostinn og smakkið sósuna til.
  3. Brúnið kjúklingabringurnar á annarri pönnu, á hvorri hlið og setjið síðan í eldfast mót.
  4. Hellið sósunni yfir bringurnar og látið inn í 175°c heitan ofn í um hálftíma eða þar til kjúklingabringurnar eru fulleldaðar.

Með þessu bar ég fram salat með iceberg, avacadó, rauðlauk og fetaosti og hrísgrjónum.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *