Mjólkurlaus og meinholl hindberjaostakakaPrenta

Þessi ostakaka er ein af mínum uppáhaldskökum þessa dagana. Hún er ótrúlega bragðgóð og frískandi og ekki skemmir fyrir að hún er í hollari kantinum. Kakan er glúten og mjólkurlaus og hentar vel fyrir þá sem eru vegan ef þeir nota sýróp í staðin fyrir hunangið og sleppa matarlíminu. Þessa dásemd er frábært að eiga í frystinum ef óvænta gesti ber að garði eða ef kökuþörfin gerir skyndilega vart við sig.

ostakaka

ostakaka1

Mjólkurlaus hindberjaostakaka
Botn
½ bolli möndlur (líka hægt að nota pekan- eða valhnetur)
½ bolli döðlur
¼ tsk sjávarsalt
1-2 msk vatn ef þarf

Fylling
1 ½ bolli kasjúhnetur lagðar í bleyti í a.m.k 5 klst (helst yfir nóttu)
5 msk sítrónusafi
Fræin úr einni vanillustöng
1 tsk vanilldropar
1/3 bolli kókosolía
1/3 bolli hunang, agave eða hlynsýróp
2 blöð af matarlími (má sleppa)
1 bolli frosin hindber afþýdd
Ferk hinber til að skreyta með (má sleppa)

  1. Byrjið á að leggja kasjúhneturnar í bleyti, helst yfir nótt.
  2. Setjið allt sem á að fara í botninn í matvinnsluvél og vinnið þar til það klístrast saman. Ef blandan er of þurr þá má bæta við örlitlu vatni.
  3. Þrýstið blöndunni í botninn á smelluformi og setjið síðan í kæli á meðan þið útbúið fyllinguna.
  4. Hitið kókosolíuna og hunangið í potti við lágan hita þar til það verður fljótandi. Ef þið viljið nota matarlím til að gera kökuna stífari leggið þá 2 blöð af matarlími í vatn í 2-3 mínútur og hrærið þeim síðan saman við heita kókosolíuna og hunangið í pottinum.
  5. Kælið blönduna í pottinum örlítið og setið hana síðan í blandara ásamt kasjúhnetunum, vanillunni og sítrónusafanum og vinnið saman þar til blandan er silkimjúk.
  6. Hellð sirka 2/3 af blöndunni í smelluformið.
  7. Setjið hindberin út í blandarann og blandið vel saman við þar til engir bitar eru eftir. Hellið þá hindberjablöndunni ofan á fyrri fyllinguna.
  8. Setjið kökuna í frystir og takið hana síðan út um það bil hálftíma áður en hún er borin fram og skreytið með ferskum berjum.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *