Túnfisksalat með eplabitum og anaskurliPrenta

Frábært túnfisksalat með eplabitum, eggjum og ananaskurli sem er ofureinfalt í gerð og slær ávallt í gegn.

img_4781

Hið fullkomna túnfisksalat

Túnfisksalat með eplum
2 litlar dósir túnfiskur
4 msk majónes
2 msk sýrður rjómi
1/2 – 1 rauðlaukur, fínsaxaður
1/2 grænt epli, saxað smátt
3 msk ananaskurl, safi síaður frá
3 egg, skorin smátt
1 msk karrý
sjávarsalt
svartur pipar

  1. Blandið öllum hráefnum varlega saman í skál og kælið.
  2. Berið fram t.d. með hrökkbrauði eða kexi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *