Pestófyllt tortellini með reyktum laxi og parmesan

Home / Bröns / Pestófyllt tortellini með reyktum laxi og parmesan

Ég hef undanfarið verið í leit að góðu pastasalati eins þessu sem hefur verið í öllum veislum sem ég hef haldið síðustu 10 ár og loksins fann ég annað jafn æðislegt.

Reyktur lax, klettasalat, ómótstæðileg parmesandressing og svo það sem setur punktinn yfir i-ið dásamlega bragðgott og ferskt pasta frá RANA. Reyndar svo gott að flestir sem smökkuðu salatið spurðu hvort þetta væri heimagert pasta og meðmælin verða ekki betri en það. Það besta er svo að þessar vörur þurfa mjög stuttan suðutíma og tortelliniið þurfti einungis 1 mínútna suðutíma. Pastavörurnar frá RANA fást í matvöruverslunum eins og t.d. Krónunni og Hagkaup.

Pastasalatið sjálft er sérstaklega fljótlegt í gerð og hráefnin ekki mörg en þvílík dásemd sem það er fyrir bragðlaukana. Frábært í brönsinn, saumaklúbbinn eða kvöldmatinn.

 img_5587 Pastasalat með reyktum laxi, klettasalati og parmesandressingu

 

Pestófyllt tortellini með reyktum laxi og parmesandressingu
250 g tortellini frá RANA, með basilpestófyllingu
1 poki klettasalat
300 g reyktur lax, skorinn í munnbita

Parmesandressing
50 g parmesanostur, gróflega rifinn
2 dl sýrður rjómi
1 tsk dijon sinnep
1 tsk sykur
2 msk graslaukur, skorið smátt
1 hvítlaukur, pressaður
½ msk hvítvínsedk
salt og pipar

  1. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakkingu. Kælið lítillega.
  2. Gerið parmesandressinguna með því að blanda saman öllum hráefnunum.
  3. Setjið klettasalat í stóra skál, bætið laxi og tortellini saman við og að lokum parmesandressingunni (magn eftir smekk). Berið fram með parmesan og góðu brauði.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.