Beikonvafðar kjúklingabringur með salthnetu- og fetaostafyllingu

Home / Fljótlegt / Beikonvafðar kjúklingabringur með salthnetu- og fetaostafyllingu

Þessar kjúklingabringur eru fylltar með geggjaðri fyllingu  sem samanstendur af salthnetum, fetaosti og ferskri basilíku. Beikoni er síðan vafið utanum bringurnar áður en þær fara í ofninn. Réttur sem einfalt er að gera og á alltaf vel við með góðu salati. Þið sláið í gegn með þessum rétti!

 

Geggjaðar kjúklingabringur

 

Beikonvafðar kjúklingabringur með salthnetum og fetaostafyllingu
6 kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry
1 dl salthnetur, gróflega saxaðar
1 dl fetaostur, mulinn
1 búnt fersk basilíka, söxuð
1 pakki beikon

  1. Skerið í kjúklingabringurnar fyrir fyllinguna.
  2. Blandið salthnetum, fetaosti og saxaðri basilíku saman í skál og látið fyllinguna í bringurnar.
  3. Vefjið beikoni utanum bringurnar.
  4. Setjið í 180°C heitan ofn í 30 mínútur.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.