Um þennan rétt langar mig svo að segja “it had me at hello” og ég veit að þegar þið takið fyrsta bitann og finnið pastað bráðna í munni ykkar og dásamlegt samspil sítrónunnar og parmesanostsins að þið eruð þið líka kolfallin.
Það besta er svo að þessi réttur er fljótlegur, einfaldur og algjörlega óhætt að bjóða uppá hann í fínasta matarboði. Uppskriftin er til í ýmsum útgáfum en ég er hér með örlítið breytta útgáfu af þeirri sem birtist á því skemmtilega matarbloggi smittenkitchen
Nú þurfið þið aldrei að fara á veitingahús aftur, bara vera heima og njóta!
Spaghetti al Limone
500 gr spagetti
salt
3 sítrónur
1/4 bolli extra virgine olía
1/4 bolli rjómi
1/2 bolli parmesan, rifinn
2 hvítlauksrif
pipar
lúka af klettasalati, gróflega söxuð
Aðferð
- Sjóðið spaghetti í vel söltu vatni þar til al dente.
Takið það frá en geymið 1 1/2 bolla af vatninu sem pastað var soðið í. - Rífið börkinn af sítrónunum með rifjárni og kreistið úr sítrónusafa þar til þið hafið um það bil 1/2 bolla.
- Látið í pott ólífuolíu, rjóma, sítrónubörkinn og 1 bolla af pastavatninu og hafið á háum hita í um 2 mínútur. Bætið þá pastanu útí og blandið öllu vel saman. Því næst fer osturinn, hvítlaukurinn og 1/4 bolli af sítrónusafa útí og aftur öllu blandað vel saman.
- Bætið meira af pastavatninu, 1/4 bolla í einu.
- Setjið klettasalatið útí og saltið og piprið ríkulega.
- Berið fram með parmesan og jafnvel smá ólífuolíu.
Leave a Reply