Omnom salatvefja með chilíkjúklingi

Home / Fljótlegt / Omnom salatvefja með chilíkjúklingi

Salatvefjur minna mig alltaf á Bandaríkin. Ef ég er svo heppin að vera á leiðinni þangað er það alltaf á “to-do” listanum að fá mér salatvefju! Það hljómar kannski ekki spennandi, en þeir sem hafa prufað þær og það á stað sem er kenndur við ostakökuverksmiðju vita hvað ég meina. Þar eru þær ólýsanlega góðar og nóg að fá sér þær sem forrétt og dugar skammturinn þá fyrir allan hópinn sem þú ferðast með og mögulega einnig sem nesti út vikuna. Kannski ekki alveg… en samt.
Ég hef sjálf prufað mig áfram í salatvefjunum, en aldrei verið það hrifin..fyrr en nú! Þessar eru dásamlegar (kreizí) og gefa hinum amerísku ekkert eftir. Er enn í leit af salati sem smellpassar í þennan rétt, en hingað til hefur lambahagasalatið dugað. Skemmtilegur sem forréttur, hádegismatur, léttur kvöldmatur, í saumaklúbbinn, já í raun allstaðar og alltaf. Hér er á ferðinni réttur sem getur ekki og mun ekki klikka..algjört omnom!

2013-10-08 14.48.37


2013-10-08 14.28.09

2013-10-08 14.28.58
2013-10-08 14.29.36              Borðbúnaður Indiska

Omnom salatvefja með chilíkjúklingi
Notið það grænmeti sem hugurinn girnist og þið eigið til.
1 tsk sesamolía
2 msk ólífuolía
500 g kjúklingabringur, maukaðar í matvinnsluvél, hakkaðar eða skornar smátt
1 box sveppir
½-1 laukur, smátt skorinn
3 gulrætur, skornar í lengjur
1 tsk hvítlaukur, pressaður
3 msk sojasósa
2 msk púðusykur
1/2 – 1 msk sambal olec (eða önnur chilí sósa)
1 msk hvítvínsedik
1 tsk engifer, rifið
kálblöð (t.d. lambahagasalat)
1 búnt vorlaukur

  1. Hitið olíurnar á pönnu . Bætið kjúklingi, sveppum og lauk og eldið þar til kjúklingurinn hefur brúnast ca. 5-7 mínútur. Bætið þá gulrótum og hvítlauki saman við og eldið í 2 mínútur í viðbót.
  2. Bætið því næst sojasósu, púðursykri, hvítvínsediki og engiferi. Látið malla í 3-5 mínútur.
  3. Látið kjúklingafyllinguna í kálblöð og stráið vorlauk yfir.

Leave your comment to Cancel Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.