Lúxus lambaborgarar með klettakáli, sólþurrkuðum tómötum, fetaosti og tzatziki sósu

Home / Fljótlegt / Lúxus lambaborgarar með klettakáli, sólþurrkuðum tómötum, fetaosti og tzatziki sósu

Hamborgarar geta verið svo skemmtilega góð máltíð og sérstaklega þegar þeir eru með smá twisti. Hér gerði ég hrikalega góða lambaborgara sem slógu í gegn hjá okkur og vel það. Ég mæli með því að hafa þá stóra og matarmikla og bera þá fram með rótargrænmeti. Brauðið getur verið hamborgarabrauð, pítubrauð, naan brauð en jafnframt er hægt að nota sneiðar af sætum kartöflum í stað brauðs. Allt í boði og allt gott.

Ég hef oft furðað mig á því að lambakjöt sé ekki selt sem hakk í matvöruverslunum en mér til mikillar gleði fann ég kindahakk í sælkeraversluninni Frú Laugu. Það væri gaman að heyra ef þið vitið um annan stað þar sem þetta er selt.

Þessi fær öll mín bestu meðmæli ommnomm!

IMG_8456

IMG_8477 IMG_8482 IMG_8483

Lambaborgarar
Fyrir 4-6
4 msk ólífuolía
6 msk laukur, rifinn
700 g lambahakk
250 g svínahakk
4 tsk dijon sinnep
2 tsk fersk steinselja, fínt söxuð
2 tsk dill
1 tsk kóríander krydd
1 tsk cumin krydd (ath ekki kúmen)
5-6 hvítlauksrif, smátt söxuð
salt og pipar
1 krukka fetaostur, mulinn niður + smá af olíunni
1/2 poki klettakál
15 svartar steinlausar ólífur,  gróft saxaðar
15 sólþurrkaðir tómatar, gróft saxaðir
2 msk safi úr sítrónu
4-6 hamborgarabrauð

Tzatziki sósa

Tzatziki sósa 
1 agúrka, fræhreinsuð og skorin í litla teninga
250 ml grísk jógúrt (abmjólk eða hrein jógúrt ganga líka)
2 hvítlauksrif, pressuð
1 tsk hvítvínsedik
1/2 tsk kóríanderduft
klípa af sjávarsalti
ferskur pipar
2 msk sítrónusafi
1 msk ólífuolíu

  1. Brúnið laukinn í olíunni í 5-6 mínútur. Kælið.
  2. Blandið saman í skál lauknum, lambahakki, svínahakki, sinnepi, kryddum, hvítlauki, salti og pipar. Mótið hamborgara, mæli með því að hafa þá frekar stóra.
  3. Grillið borgarana þar til þeir eru grillaðir að ykkar smekk.
  4. Blandið fetaosti, klettakáli, ólífum og sólþurrkuðum tómötum saman í skál og hellið smá af olíu af fetaostinum (ca. 2 msk) og sítrónusafa saman við. Kryddið með salti og pipar og blandið vel saman.
  5. Gerið tzatzikisósuna með því að blanda öllum hráefnunum saman í skál.
  6. Látið hamborgarana á brauðið og berið fram með tzatziki sósu og klettakálsblöndunni.

 

Leave your comment to Cancel Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.