Tælenskt kjúklingasalat

Home / Fljótlegt / Tælenskt kjúklingasalat

Þetta salat er það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég er beðin um uppskrift af einhverju himnesku, hollu, en einföldu um leið, Tælenskt kjúklingasalat sem færir manni smá sól í hjarta með öllum þessum fallegu litum, er fljótlegt í gerð, himneskt á bragðið og með dressingu sem setur algjörlega punktinn yfir i-ið.

IMG_4234

IMG_4243

IMG_4256

IMG_4261

Tælenskt kjúklingasalat
2 kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry
1 iceberg, saxað
2 gulrætur, rifnar
1 mangó, skorið í litla teninga
½ búnt kóríander, saxað
½ búnt vorlaukur, skorinn smátt
70 g salthnetur, saxaðar

Salatdressing
2 tsk minched garlic, t.d. frá Blue dragon
½ tsk chilímauk, t.d. frá Blue dragon
2 msk soya sósa
2 msk edik
2 msk sykur
1 msk safi úr lime
1 msk ólífuolía
½ tsk fish sauce, t.d. frá Blue dragon
60 g hnetusmjör
60 ml vatn

  1. Hitið vatn að suðu og látið kjúklingabringurnar út í vatnið, sjóðið í 15-20 mínútur eða þar til kjúklingabringurnar eru fulleldaðar. Takið úr pottinum og rífið eða skerið bringurnar niður.Setjið kjúklinginn og allt grænmetið saman í skál.
  2. Gerið dressinguna með því að blanda hvítlauks og chilímauki saman við soyasósu, edik, sykur, límónusafa, olíu og fiskisósu. Hrærið vel saman. Bætið síðan hnetusmjöri og vatni saman við og blandið vel saman. Hellið dressingunni yfir salatið rétt áður en það er borið fram og stráið söxuðum salthnetum út á salatið.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.