Nautaborgari með fetaostafyllingu og grænmetissalsa

Home / Fljótlegt / Nautaborgari með fetaostafyllingu og grænmetissalsa

Frábærir fetaostafylltir nautaborgarar með grænmetissalsa sem einfaldir eru í gerð og leika við bragðlaukana.

IMG_6776

 

IMG_6824

IMG_6832

IMG_6832-2

Hamborgari með fetaostafyllingu og grænmetissalsa
450 g nautahakk
1 hvítlauksrif
½ tsk paprikukrydd
1 tsk allrahandakrydd (allspice)
½ tsk cumin (ath ekki kúmen)
4 msk fersk steinselja, söxuð
börkur af einni sítrónu, fínrifinn
125 g fetaostur, mulinn
salt og pipar
Grænmetissalsa
¼ agúrka, skorin smátt
2 plómutómatar, saxaðir smátt
1 lítill rauðlaukur, saxaður smátt
50  svartar ólífur, skornar í tvennt
3 msk fersk steinselja, söxuð
2-3 msk ólífuolía
2 tsk sítrónusafi

  1.  Blandið saman í skál öllum hráefnunum fyrir hamborgarana. Mótið borgarana með örlítið bleyttar hendur. Ef þið hafið tíma er gott að hylja þá og geyma í ísskáp í um 20 mínútur (annars er þessu skrefi sleppt).
  2. Blandið öllum hráefnum fyrir grænmetissalsa saman í skál og setjið til hliðar.
  3. Steikið/grillið hamborgarana og berið þá fram með súrdeigsbrauði eða fljótlega naan brauðinu og jafnvel jógúrtsósunni góðu (en sleppið þá agúrkunni). Eins ef þið viljið  hafa þetta aðeins sterkara er gott að láta eins og 1 tsk af chillí mauki (t.d. frá Blue dragon) það rífur aðeins í.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.