Speltpizza með tómatchilísósu

Home / Fljótlegt / Speltpizza með tómatchilísósu

Er ekki kominn tími á gott pizzakvöld? Þessi uppskrift er mitt nýja uppáhald. Þunnur stökkur botn og ómótstæðileg en um leið ofureinföld tómatchilí pizzasósa gera þessa aðeins öðruvísi og svei mér þá ef ekki aðeins betri. Í þessari uppskrift notum við gróft spelt og durumhveiti eða pizzahveiti en auðvitað getið þið leikið ykkur að því hvers konar hveiti þið notið. Persónulega finnst mér þessi pizza best einföld, með mozzarellaosti, stundum pepperoni og toppa hana svo með góðri hvítlauksolíu og klettasalati.

 

IMG_1919

 

Speltpizza með tómatchilísósu
Dugar í 2 botna
10 g þurrger
2 – 2 ½ dl vatn, fingurvolgt
1 msk ólífuolía
½ tsk salt
125 g gróft spelt, t.d. frá Himnesk Hollusta
225 g durum eða pizzahveiti

Chilípizzasósa *
190 g tómatpurre
½ – 1 tsk chilímauk, t.d. Blue dragon minched hot chili
2 msk sítrónusafi
3 msk olía eða vatn
2 tsk oregano
1 tsk basil
1 hvítlauksrif, pressað
¼  tsk reykt paprikukrydd
½ tsk paprikukrydd
½ – 1 tsk sykur (má sleppa)
salt og pipar

* Gott að tvöfalda þessa uppskrift

  1. Hellið gerinu saman við fingurvolgt vatnið. Setjið salt, olíu og hveitið saman við og hnoðið vel og lengi og bætið við hveiti eftir þörfum. Leyfið að hefast á meðan þið gerið sósuna.
  2. Hitið pizzastein eða bökunarplötu við mesta ofnhita í nokkrar mínútur.
  3. Gerið pizzasósuna með því að blanda öllu saman og smakka til. Bæta ef til vill smá hvítlauk, chilí, sætu eða kryddum saman við, að smekk hvers og eins.
  4. Fletið pizzadeigið úr á smjörpappír og setjið sósuna á botninn. Færið pizzuna yfir á pizzasteininn eða ofnplötuna og bakið í nokkrar mínútur eða þar til botninn er farinn að verða ljós. Takið úr ofninum og bætið áleggi að eigin val á. Setjið aftur inn í ofninn þar til osturinn er farinn að bráðna. Berið fram með góðri hvítlauksolíu.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.