Himneskt humarsalat með hvítlauk, chilli og graskersfræjum

Home / Fiskur / Himneskt humarsalat með hvítlauk, chilli og graskersfræjum

Hún Elín Traustadóttir grunnskólakennari heldur úti dásamlega girnilegri uppskriftasíðu sem ber nafnið Komdu að borða. Elín er mikil áhugamanneskja um mat og matargerð og fær mikla ánægju út úr því að stússast í eldhúsinu og matreiða hollan og góðan mat. Það sem einkennir eldamennsku hennar er einfaldleikinn og á síðunni má finna uppskriftir sem allir ættu að ráða við.

Elín notar mikið af lífrænum hráefnum

Elín er gestabloggari okkar að þessu sinni með gjörsamlega ómóstæðilegt humarsalat sem bræðir hjörtu. Salatið er litríkt, hollt og bragðgott og tekur stuttan tíma í gerð. Með því mælum við með hvítvíninu Vicars Choise Sauvignon Blanc 2015. Brakandi ferskur og ungur Sauvignon Blanc frá Nýja Sjálandi stútfullt af krydduðum ávexti og sjarmerandi framkomu. Hér er á ferðinni eitt af betri hvítvínum sem ég hef bragðað en það hentar sérstaklega vel með grænmetisréttum, fiskréttum og asískum mat.

Kvöldmaturinn verður ekki mikið girnilegri

Borið fram með brakandi fersku Sauvignon Blanc

Humarsalat
Áætlað fyrir 4 fullorðna
500 gr. humar, skelflettur og hreinsaður.
3 msk. ólífuolía
2 msk. tamari sósa
2 msk lífrænt hunang, ég nota lífrænt akasíuhunang.
4 stk hvítlauksrif
½ stk. rautt chilli
3 cm ferskt engifer
200 gr. blandað salat
½ stk. gúrka
1 askja litlir tómatar, að þessu sinni notaði ég heilsutómata
2 msk. ristuð graskersfræ
Lúka fersk basilíka
½ krukka fetaostur

  1.  Þýðið humarinn. Ég læt humarinn í sigti á meðan ég þýði hann.
  2. Pressið hvítlaukinn.
  3. Skerið chilli frekar smátt.
  4. Rífið engiferið niður.
  5. Látið olíuna, tamarísósuna og hunangið í skál.
  6. Bætið kryddinu saman við og hrærið vel sa
  7. Bætið humrinum út í og látið hann marinerast í leginum í ca 5 mínútur.
  8. Hitið pönnuna.
  9. Takið humarinn úr marineringunni og steikið á vel heitri pönnunni í 2 mínútur. Látið marineringuna renna vel af. Gott að nota t.d. gataspaða (fiskispaða).
  10. Skerið tómatana og gúrkuna niður.
  11. Blandið salatinu, gúrkunni og tómötunum saman í stórri skál.
  12. Dreifið humrinum, graskersfræjunum, fetaostinum og basilíkunni ofan á salatið.
  13. Hellið restinni af marineringunni yfir.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.