Krispy Kreme ostakaka með saltkaramellu

Home / Kökur & smákökur / Krispy Kreme ostakaka með saltkaramellu

Haldið ykkur fast!

Fyrir hina fjölmörgu aðdáendur Krispy Kreme er komin ein rooooosaleg og gjörsamlega ómótstæðileg ostakaka með súkkulaðibotni og saltkaramellu. Þessi slær í gegn svo um munar!

 

 

 

Krispy Kreme ostakaka með saltkaramellu
Styrkt færsla
20 súkkulaði samlokukex
3 msk smjör, brætt
3 (225 g) pakkar rjómaostur, við stofuhita
170 g sykur
115 g sýrður rjómi
3 egg
1 tsk vanilludropar
4 Krispy Kreme, Original Glazed

Saltkaramella
100 g ljós púðursykur
4 msk rjómi
120 ml rjómi
1 tsk vanilludropar
Hnífsoddur salt

  1. Setjið kexið í matvinnsluvél og maukið. Bætið smjöri og vinnið saman í 30 sekúntur. Setjið smjörpappír í 22cm form og hellið kökubotninum þar í og þrýstið vel. Bakið við 180°c í 10 mínútur. Takið út og kælið.
  2. Hærið rjómaost og sykur vel saman þar til blandan er orðin létt og ljós. Stoppið hrærivélina reglulega og skrapið deigið niður á hliðunum. Bætið sýrðum rjóma saman við og hrærið í 1 mínútu til viðbótar. Bætið eggjum saman við einu í einu og hrærið saman á hægri stillingu. Bætið vanilludropum.
  3. Skerið kleinuhringina í fernt og raðið yfir kexbotninn. Hellið fyllingunni yfir og setjið í ofninn og bakið við 180°c í 60 mínútur eða þar til kakan er orðin stíf. Takið úr ofni og kælið. Geymið í kæli í að lágmarki 6 klst áður en hún er borin fram – hún er best vel köld.
  4. Gerið karamellusósuna . Setjið öll hráefnin í pott og látið sjóða við meðalhita. Hrærið í sósunni þar til hún hefur þykknað í 5-7 mínútur. Kælið lítillega og berið fram með ostakökunni.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.