Ricotta pönnukökur ala Nigella

Home / Bröns / Ricotta pönnukökur ala Nigella

Þessar pönnukökur sem koma frá hinni dásamlegu Nigellu Lawson eru frábrugðnar hinum hefðbundnu pönnukökum að því leyti að þær innihalda ricotta sem gerir þær dásamlega létta og ljúffengar. Með því að velta léttþeyttu eggjahvítunum út í ricotta blönduna í lokin fæst þessi yndislegi léttleiki. Pönnukökurnar smellpassa með ferskum berjum og hlynsírópi.

Gleðilegt væntanlegt sumar!

 

 

Ricotta pönnukökur
Gerir um 25 stk
250 g ricotta ostur
125 ml AB mjólk, t.d. frá Mjólka
2 stór egg, rauðan og hvítan aðskilin
100 g hveiti
1 tsk lyftiduft
klípa af salti

  1. Setjið ricotta ostinn, mjólk og eggjarauður í skál og hrærið vel saman.
  2. Bætið hveiti, lyftidufti og salti varlega saman.
  3. Þeytið eggjahvíturnar þar til þær eru farnar að freyða og setjið saman við ricotta blönduna.
  4. Hitið olíu á pönnu og steikið pönnukökurnar í um 1 mínútu á hvorri hlið. Berið fram með ávöxtum og hlynsýrópi.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.