Klísturkaka með ólöglega miklu magni af karamelluPrenta

Fyrir síðustu jól kom út önnur matreiðslubók GulurRauðurGrænn&salt sem inniheldur einfaldar og töfrandi uppskriftir frá öllum heimshornum. Bókin er öll hin veglegasta og hér ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi frá hugmyndum af morgunmat, hollu snarli, einföldum kvöldmat, veisluréttum og girnilegum eftirréttum.
Bókin er núna tímabundið á frábæru verði hjá Forlaginu eða kr. 2.799 og tilvalið að næla sér í eintak í þann tíma sem það varir.

GULUR, RAUÐUR, GRÆNN & SALT

 

 

      

LJósmyndir: Silvio Palladino

 

Í bókinni er uppskrift af geggjaðri súkkulaðiköku með unaðslegu karamellukremi sem ég mæli með því að þið skellið í um helgina. Kladdkaka er súkkulaðikaka sem er ekki alveg fullbökuð heldur eilítið blaut í miðjunni. „Kladd“ þýðir klístrug þannig að íslenska orðið yfir þessa köku væri líklega klísturkaka eða klessukaka. 

Einföld og unaðsleg kladdkaka með karamellu

 

KLADDKAKA MEÐ KARAMELLU
Fyrir 6-8
Tími 45 mín

200 g smjör
3 egg
4 dl sykur
2 dl hveiti
1 dl kakó

Karamella
3 dl rjómi
1.5 dl ljóst sýróp
1 dl sykur
50 g smjör

  1. Bræðið smjörið og kælið lítillega.
  2. Hrærið eggjum og sykri vel saman þar til blandan er orðin létt og ljós.
  3. Bætið þá kakói og hveiti saman við. Hrærið smjörinu að lokum saman við.
  4. Smyrjið bökunarform (24cm). Hellið deiginu í formið og bakið í 175°C heitum ofni í 30 mínútur. Kælið.
  5. Setjið öll hráefnin fyrir karamelluna saman í pott. Sjóðið saman í 5 mínútur eða þar til sósan er farin að þykkna.
  6. Hellið karamellusósunni yfir kökuna, magn eftir smekk. Berið fram með ís og/eða rjóma.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *