Innihaldslýsing

1.2 kg kjúklingakjöt að eigin vali, t.d. kjúklingalundir frá Rose Poultry
2 msk hrísgrjónaedik, t.d. Rice vinegar frá Blue dragon
2 msk ferskt engifer, fínrifið
1 tsk salt
1/2 tsk pipar
100 g maizena mjöl
olía til steikingar, ég notaði Wesson
Tjúllaðir! Kóreskir kjúklingabitar í sætri chilísósu

Leiðbeiningar

1.Setjið kjúklinginn, hrísgrjónaedik, salt og pipar í skál og blandið vel saman.
2.Hellið maizena mjölinu á disk og veltið kjúklinginum vel upp úr því, einum bita í einu.
3.Hitið steikingarolíu á djúpri pönnu - nægilega mikið af olíu til að hylja kjúklingabitana. Þegar olían er farin að sjóða setjið þá kjúklingabitana varlega í olíuna. Steikið í 3-5 mínútur og varist að steikja of marga bita í einu. Þegar kjúklingurinn er orðinn gylltur á lit takið úr olíunni og þerrið á eldhúspappír.
4.Blandið hráefnum fyrir sósuna saman í pott og hitið að suðu. Hrærið vel í sósunni og þegar hún er farin að sjóða takið af pönnunni og hellið yfir kjúklingabitana. Stráið sesamfræjum og vorlauk yfir allt og berið fram strax.

Það er fátt sem toppar kóreskan kjúkling. Hann hefur þetta einfaldlega allt – er stökkur, bragðmikill, sætur og óóóótrúlega bragðgóður. Ég hef oft keypt mér kóreska kjúklingavængi á veitingastöðum bæjarins og ég veit fátt betra, en hafði aldrei gert þá sjálf.

Eftir að hafa farið í smá rannsóknarvinnu komst ég að því að “it-ið” í þessari uppskrift felst í því að skella sér í asísku búðirnar og fjárfesta í gochujang sem er kóreskt chilímauk. Þannig fáið þið uppskrift sem er “the real thing” og engri lík. Ef þið komist hinsvegar ómögulega út í búð þá má nota chilímauk (chilípaste) eða sriracha og ég lofa ykkur því að hún verður engu að síður tjúlluð. TJÚLLUÐ!

Fyrirmyndin að þessari uppskrift kemur af vefsíðunni salu-salo en það er er filippeyskt orðatiltæki sem þýðir að fá vini og fjölskyldu saman og borða góðan mat. Mikið sem það hljómar vel og á vel við þegar þið berið fram þennan gómsæta rétt. Njótið!

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Innnes.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.