Innihaldslýsing

4  kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry
1 pakki beikon
1 askja sveppir
1 rauðlaukur
1 dós (70 g) tomat puré
1 paprika
2 msk tómatsósa
200 g Philadelphia rjómaostur
2 1/2 dl matreiðslurjómi
salt og pipar
Kjúklingur í tómatrjómasósu

Leiðbeiningar

1.Skerið kjúklingabringurnar í tvennt.
2.Hitið olíu á pönnu og brúnið bringurnar og kryddið með salti og pipar. Takið af pönnunni og setjið í ofnfast mót.
3.Skerið  beikonið í bita og steikið á sömu pönnu. Setjið beikonið yfir kjúklinginn.
4.Steikið sveppi og lauk á pönnu upp úr beikonfitunni
5.Hrærið tómatpúrru, paprikukryddi og tómatsósu og blandið út á pönnuna með grænmetinu.
6.Bætið rjómaosti og matreiðslurjóma saman við og hrærið þar til rjómaosturinn hefur bráðnað og allt blandast vel saman. Smakkið til með salti og pipar og hellið yfir kjúklinginn.
7.Setjið inn 200°c heitan ofn í um 20 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.

Hér bjóðum við upp á kjúklingarétt sem er ofureinfaldur og fljótlegur í gerð en sem bragðast um leið dásamlega. Í þennan rétt má nota hvaða grænmeti sem þið eigið í ísskápnum þannig að ef þið borðið ekki sveppi (skamm) þá skiptið þið þeim bara út fyrir eitthvað annað. Eða hreinlega sleppið engu og látið fullt af grænmeti í réttinn. Sósan er tryllingslega góð og mild með ljúfu tómatrjómabragði sem slær nú alltaf í gegn hjá krökkunum. Njótið vel og ef rétturinn í ykkar útgáfu fer á Instagram munið þá eftir að merkja gulurraudurgraennogsalt og auðvitað fylgja okkur þar. Við elskum að sjá það sem þið eruð að gera með uppskriftirnar.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.