Innihaldslýsing

3 eggjahvítur
3 eggjarauður
75 g sykur
1 vanillustöng
250 ml 36% rjómi frá Örnu
100 g marsipan
75 g möndlur, smátt saxaðar
75 g dökkt súkkulaði, saxað
kirsuberjasósa
  Þessi færsla er unnin í samstarfi við

Leiðbeiningar

1.Skál 1: Byrjið á að þeyta rjómann. Geymið.
2.Skál 2: Þeytið eggjahvíturnar og bætið helming af sykrinum saman við smátt og smátt. Hrærið þar til eggjahvíturnar eru orðnar eins og marengs á þykkt.
3.Skál 3: Þeytið eggjarauðurnar með helming af sykrinum og fræjum úr vanillustönginni. Þeytið þar til blandað er orðin létt og ljós.
4.Setjið eggjahvíturnar og rjómann saman við eggjarauðublönduna varlega saman við sleif.
5.Blandið marsipan, möndlum og súkkulaðinu þá einnig varlega saman við með sleif. Setjið í form og setjið smá af kirsuberjasósu yfir ísinn. Takið gaffal og blandið kirsuberjasósunni varlega saman við ísinn.
6.Setjið lok eða filmu yfir ísinn og látið í frysti í að minnsta kosti 12 klst.

 

Þessi færsla er unnin í samstarfi við

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.