Innihaldslýsing

360ml rjómi, ég notaði laktósafrían frá Örnu
3 stórar eggjarauður
50g sykur
1/8 tsk salt
1 tsk vanillu extract eða vanillukorn úr einni vanillustöng
Ofan á:
3 tsk sykur
Creme Brulee hefur um árabil verið einn vinsælasti eftirréttur heims. Það vex mörgum í augum að útbúa hann en hann er í raun og sanni ekki svo flókinn. Ef þið lesið vel og fylgið nokkrum einföldum leiðbeiningum munu þið uppskera þessa dásemd. Sem er meira að segja hægt að útbúa með góðum fyrirvara og geyma...

Leiðbeiningar

1.Forhitið ofninn i 150°C og setjið grindina í miðjan ofninn
2.Setjið 4 eldfastar skálar sem rúma ca. 150ml í stórt eldfast mót
3.Setjið rjómann í pott og hitið að suðu. Slökkvið undir og látið kólna í ca. 10 mín.
4.Á meðan pískið þið saman í skál, eggjarauðurnar, sykur og salt. Hrærið þar til vel samlagað.
5.Hrærið þá varlega saman við um 125ml af volga rjómanum. Hrærið í 30 sek.
6.Hrærið þá restinni af rjómanum saman við en ekki of hratt, við viljum ekki að blandan fari að freyða.
7.Blandið vanillu saman við eggja og rjómablönduna.
8.Sigtið blönduna í mælikönnu og skiptið á milli skálanna fjögurra.
9.Hitið vatn í hraðsuðukatli og setjið skálarnar í eldfasta mótið.
10.Setjið fatið með skálunum inn í ofn og hellið heitu vatninu varlega ofan í fatið en passið að vatnið fari ekki ofan í skálarnar. Vatnið á að ná upp að 2/3 af hæð skálanna.
11.Hyljið fatið með álpappír og bakið í vatnsbaðinu i 50 - 55 mín.
12.Takið eldfasta mótið úr ofninum og takið skálarnar varlega upp úr vatnsbaðinu. Látið kólna við stofuhita í 30 mín og færið svo í ísskáp án þess að setja nokkuð yfir skálarnar. Það má setja plastfilmu yfir þegar búðingurinn er orðinn kaldur, annars svitnar plastið og búðingurinn blotnar. Búðingurinn geymist í kæli í allt að 3 daga.
13.Áður en hann er borinn fram er tæplega 1 tsk af sykri stráð yfir og sykurinn bræddur með brennara. Haldið loganum svona 3 cm frá og bræðið þar til sykurinn fer að brúnast. Berið strax fram.

Creme Brulee hefur um árabil verið einn vinsælasti eftirréttur heims. Það vex mörgum í augum að útbúa hann en hann er í raun og sanni ekki svo flókinn. Ef þið lesið vel og fylgið nokkrum einföldum leiðbeiningum munu þið uppskera þessa dásemd. Sem er meira að segja hægt að útbúa með góðum fyrirvara og geyma í kæli þar til það á að bara hann fram. Þá þarf bara að setja sykurinn yfir búðinginn og bræða hann með brennaranum sem fæst í öllum helstu eldhúsbúðum landsins.

Gleðileg jól kæru vinir!

 

 

 

 

Uppskrift og myndir unnið í samstarfi við Örnu, mjólkurvinnslu á Bolungarvík

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.