
| 360 ml vatn, ylvolgt | |
| 1 pakki (12 g) þurrger | |
| ½ tsk salt | |
| 1 tsk sykur | |
| 360 g hveiti | |
| 30 g graskersfræ | |
| 30 g möndlur, saxaðar | |
| 30 g þurrkaðir ávextir, t.d. rúsínur eða apríkósur |
Notið fræ og hnetur að eigin vali
| 1. | Hellið volgu vatninu í skál og bætið þurrgeri, salti og sykri saman við. Látið standa í 10 mínútur eða þar til gerið er farið að freyða. Bætið þá hveitinu saman við og hnoðið. |
| 2. | Á þessu stigi er deigið nokkuð blautt. Smyrjið skál með olíu og setjið deigið þar í. Leggið plastfilmu eða viskustykki yfir deigið og látið það hefast í rúma klukkustund eða þar til það hefur tvöfaldast að stærð. |
| 3. | Hnoðið deigið á hveitistráðu borði og bætið fræjum, möndlum og þurrkuðum ávöxtum saman við. Hnoðið þar til allt hefur blandast vel saman. |
| 4. | Leggið smjörpappír á bökunarplötu og mótið brauðið þar á. Látið hefast í klukkustund. Bakið í 210°C heitum ofni í um 30 mínútur eða þar til það hefur fengið gylltan lit. |
Leave a Reply