Innihaldslýsing

360 ml vatn, ylvolgt
1 pakki (12 g) þurrger
½ tsk salt
1 tsk sykur
360 g hveiti
30 g graskersfræ
30 g möndlur, saxaðar
30 g þurrkaðir ávextir, t.d. rúsínur eða apríkósur
Notið fræ og hnetur að eigin vali

Leiðbeiningar

1.Hellið volgu vatninu í skál og bætið þurrgeri, salti og sykri saman við. Látið standa í 10 mínútur eða þar til gerið er farið að freyða. Bætið þá hveitinu saman við og hnoðið.
2.Á þessu stigi er deigið nokkuð blautt. Smyrjið skál með olíu og setjið deigið þar í. Leggið plastfilmu eða viskustykki yfir deigið og látið það hefast í rúma klukkustund eða þar til það hefur tvöfaldast að stærð.
3.Hnoðið deigið á hveitistráðu borði og bætið fræjum, möndlum og þurrkuðum ávöxtum saman við. Hnoðið þar til allt hefur blandast vel saman.
4.Leggið smjörpappír á bökunarplötu og mótið brauðið þar á. Látið hefast í klukkustund. Bakið í 210°C heitum ofni í um 30 mínútur eða þar til það hefur fengið gylltan lit.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.