Innihaldslýsing

1 dós Þykk ab mjólk frá Örnu, mér finnst best að nota jarðarberja eða jarðarberja og rabarbara
1 dl frosin hindber
Bláber eftir smekk, fersk eða frosin
1 tsk chiafræ
1 tsk hampfræ
Mórber, frosin hindber, jarðarber, ristaðar kókosflögur, bláber til að toppa með
Eftir góða jólahátíð sem var uppfull af dásamlegum veislumat er gott að gæða sér á einhverju léttu og næringarríku. Þessi smoothie skál er ótrúlega einföld og stútfull af góðri næringu. Það er hægt að skipta út hráefnum fyrir eitthvað annað sem ykkur líkar betur, hægt að leika sér með þetta fram og til baka.  ...

Leiðbeiningar

1.Setjið ab mjólk ásamt hindberjum, bláberjum, chia og hampfræum í blandara og blandið vel.
2.Skafið blöndunni í skál og setjið það sem ykkur lystir og eigið til ofan á.

Eftir góða jólahátíð sem var uppfull af dásamlegum veislumat er gott að gæða sér á einhverju léttu og næringarríku.

Þessi smoothie skál er ótrúlega einföld og stútfull af góðri næringu. Það er hægt að skipta út hráefnum fyrir eitthvað annað sem ykkur líkar betur, hægt að leika sér með þetta fram og til baka.

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.