Þessi færsla er unnin í samstarfi við Innnes
2 sætar kartöflur | |
1 msk Oscar's kjúklingakraftur | |
1 Philadelphia rjómaostur | |
250 ml matreiðslurjómi | |
1 púrrulaukur, sneiddur | |
1-2 gulrætur, skornar smátt | |
1/2 - 1 laukur, saxaður | |
3-4 hvítlauksrif, smátt söxuð |
1. | Skerið kartöflurnar í teninga og sjóðið þannig að vatnið fljóti yfir þær. |
2. | Takið þær úr pottinum og setjið í matvinnsluvél ásamt vatninu sem þær voru soðnar úr. Bætið við vatni eftir þörfum þar til að rétt þykkt hefur náðst (mat hvers og eins). Setjið síðan í pott ásamt kjúklingakrafti. |
3. | Setjið olíu á pönnu og léttsteikið grænmetið. Bætið út í pottinn og hitið. |
4. | Látið þá rjómaost og rjóma saman við og hitið við vægan hita og hrærið þar til rjómaosturinn hefur blandast vel saman við. |
5. | Skerið beikonið í litla bita og steikið á pönnu. |
6. | Setjið súpuna i skálar. Toppið með t.d. mozzarellaosti og beikoni. |
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Innnes
Leave a Reply