Innihaldslýsing

1 dós kjúklingabaunir, ég notaði frá Rapunzel
1 lítill laukur eða 1/2 venjulegur
1 hvítlauksrif marið
1 poki Lentils Eat real snakk með Chili & Lemon bragði
1 tsk chipotle mauk, má sleppa og nota aðeins meira af tómatpúrru og smá chiliduft
2 tsk paprikuduft
3 rúmar msk tómatpúrra
1 msk söxuð fersk steinselja
Ég er mjög hrifin af öllu sem kjúklingabaunir eru í og þessar bollur eru engin undantekning. Númer eitt, tvö og þrjú myndi ég segja að væru falafel bollur en þessar eru alls ekki síðri. Ég nota í þær Eat real snakk sem er dásamlegt eitt og sér eða dýft í góðan hummus (sem við erum...

Leiðbeiningar

1.Sigtið vökvann frá baununum og setjið í matvinnsluvél og vinnið í gróft mjöl. Setjið í skál.
2.Setjið lauk, hvítlauk og krydd saman í matvinnsluvélina og vinnið þar til blandan er orðin nokkuð fíngerð. Setjið saman við kjúklingabaunirnar.
3.Setjð snakkið í matvinnsluvélina og myljið í rasp. Blandið saman við kjúklingabaunablönduna ásamt tómatpúrru og steinselju.
4.Mótið litlar bollur, það þarf að þjappa bollunum svolítið saman með lófunum.
5.Kælið bollurnar í 15 - 20 mín og steikið á miðlungshita þar til þær eru gylltar.

Ég er mjög hrifin af öllu sem kjúklingabaunir eru í og þessar bollur eru engin undantekning. Númer eitt, tvö og þrjú myndi ég segja að væru falafel bollur en þessar eru alls ekki síðri. Ég nota í þær Eat real snakk sem er dásamlegt eitt og sér eða dýft í góðan hummus (sem við erum auðvitað með góða uppskrift af hér á grgs.is) en það er líka frábært að mylja það niður og nota í allskyns bollur og buff.

Hér nota ég Lentils snakkið með chili og sítrónu og mér fannst það passa mjög vel með restinni af hráefnunum. Ég dýfði þeim í einfalda en góða hvítlaukssósu sem ég er einnig með uppskrift af og mæli sterklega með.

 

 

 

Uppskrift og myndir eftir Völlu í samstarfi við Innnes ehf. umboðsaðila Eat real á Íslandi.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.