Innihaldslýsing

3 hreiður Blue dragon eggjanúðlur
Saxað jöklasalat eftir smekk
Rauðkál í strimlum
2 gulrætur skornar fínt í lengjur
1/2 appelsínugul paprika
Ferskt kóríander
Kasjúhnetur
Þegar við höfum bara korter til að græja kvöldmatinn og langar að hafa hann í léttari kantinum er þessi uppskrift nákvæmlega það sem við þurfum. Tekur mjög stuttan tíma og er létt í maga. Núðlurnar frá Blue dragon taka bara 4 mínútur að hita í sjóðandi vatni og jafnvel er hægt að hella sjóðandi vatni...

Leiðbeiningar

1.Setjið vatn í pott og hitið vatnið að suðu
2.Saxið grænmeti eftir smekk og setjið í skál
3.Setjið allt hráefni í sósuna í lítinn pott og hitið saman
4.Að síðustu setjið þið núðlurnar í sjóðandi vatnið. Slökkvið undir og látið bíða í 4 mín. Sigtið núðlurnar.
5.Setjið núðlurnar í skál, grænmetið þar yfir og hellið sósunni yfir. Skreytið með kóríander, lime og kasjúhnetum

Þegar við höfum bara korter til að græja kvöldmatinn og langar að hafa hann í léttari kantinum er þessi uppskrift nákvæmlega það sem við þurfum. Tekur mjög stuttan tíma og er létt í maga.

Núðlurnar frá Blue dragon taka bara 4 mínútur að hita í sjóðandi vatni og jafnvel er hægt að hella sjóðandi vatni úr katli yfir þær. Þær eru mjög bragðgóðar og henta í alla asíska núðlurétti. Í þessum rétti má vissulega skipta út grænmetistegundum og bæta í. Það er einnig mjög gott að hafa pönnusteiktan lax eða kjúkling með en það er alger óþarfi. Einnig er þetta frábær réttur í nestisboxið, hvort sem er í ferðalag eða bara í vinnuna.

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.