Bruschetta er frábær forréttur en einnig kjörið miðdegissnarl, einfalt í framkvæmd og dásamlegt á bragðið.
Hráefni
1 baguette-brauð
extra virgin ólífuolía
6 plómutómatar, fræhreinsaðir og skornir í teninga
3-4 hvítlauksrif
1/2 rauðlaukur, smátt skorinn
10-12 fersk basilíka söxuð
salt og pipar
balsamiksýróp
Aðferð
Skerið brauðið í sneiðar og hellið ólífuolíu yfir það. Ristið á pönnu. Nuddið hvítlauk á hverja sneið. Blandið saman í skál tómötum, basil og rauðlauk og látið á brauðið. Bragðbætið með salti og pipar og látið að lokum þunna línu af balsamiksýrópi yfir.
.
Leave a Reply