500 g hveiti (eftir þörfum) | |
250 g sykur | |
200 g smjör | |
1 tsk hjartarsalt | |
1 1/2 tsk lyftiduft | |
2 dl mjólk |
Ég kalla þessa snúða neyðarsnúða því þegar mig langar í eitthvað sætt strax þá er svo einfalt að skella í þessa.
1. | Setjið þurrefnin í skál. Skerið smjörið í bita og hnoðið saman við. |
2. | Bætið mjólk saman við og hnoðið vel. Bætið við hveiti eftir þörfum eða þar til það loðir ekki við fingurna. |
3. | Skiptið deiginu í tvo helminga og fletjið út. Penslið með mjólk og blandið sykri og kanil saman og stráið yfir mjólkina. |
4. | Rúllið upp og skerið í 2 cm bita. Látið þá á ofnplötu. |
5. | Bakið í 170°c heitum ofni í um 15 mínútur eða þar til þeir eru orðnir gylltir á lit. |
Leave a Reply