Innihaldslýsing

1 dl vatn
100g myntusúkkulaði frá Rapunzel
2 dl lífræn haframjólk frá Oatly
1 dl Oatly imat hafrarjómi
(0,5 dl Oatly imat hafrarjómi freyddur til að toppa með)
Rifið 70% súkkulaði til skreytingar
Nú er kuldaboli aldeilis farinn að bíta í kinnarnar. Hvað er betra en að koma inn úr kuldanum og skella beint í rjúkandi heitt súkkulaði? Fátt ef þú spyrð mig og það er alls ekki verra ef það er myntusúkkulaði! Þetta heita súkkulaði er alveg ótrúlega einfalt og inniheldur einungis 3 innihaldsefni. Lífræna haframjólk, lífrænan...

Leiðbeiningar

1.Setjið vatn í pott og brjótið súkkulaðið út í. Hitið þar til súkkulaðið er bráðið og hrærið stöðugt í.
2.Setjið haframjólk og hafrarjóma saman við og hitið að suðu.
3.Ef vill er hægt að freyða hafrarjóma og setja ofan á og skreyta með rifnu súkkulaði.
4.Njótið helst í skítakulda og trekki!

Nú er kuldaboli aldeilis farinn að bíta í kinnarnar. Hvað er betra en að koma inn úr kuldanum og skella beint í rjúkandi heitt súkkulaði? Fátt ef þú spyrð mig og það er alls ekki verra ef það er myntusúkkulaði!

Þetta heita súkkulaði er alveg ótrúlega einfalt og inniheldur einungis 3 innihaldsefni. Lífræna haframjólk, lífrænan hafrarjóma og lífrænt og vegan myntusúkkulaði. Einfaldara getur það ekki orðið!

P.s að drekka það með engiferkökum er himneskt!

 

 

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Innnes ehf.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.