Innihaldslýsing

50 g smjör
5 dl mjólk
1 pakki þurrger
200 g kotasæla
2 dl haframjöl
1/2 tsk salt
10 dl hveiti (eða meira eftir þörfum)
1 egg til penslunar
birkifræ
Gerir um 12 stk

Leiðbeiningar

1.Bræðið smjörið í potti. Hellið mjólkina saman við. Hrærið saman. Þegar blandan er fingurvolg látið þá þurrgerið út í.
2.Setjið í hrærivélaskál ásamt haframjöli, kotasælu og salt. Bætið hveiti saman við 1 dl í einu um leið og deigið er orðið þétt í sér og óklístrað þá þarf ekki meira hveiti. Hnoðið í 5 mínútur.
3.Látið hefast í klukkustund með rakan klút yfir skálinni.
4.Skiptið deiginu niður í 18 stykki og hverju stykki í þrjá hluta. Rúllið hverjum hluta út, tengið þrjá hluta saman og fléttið. Endurtakið.
5.Látið hefast í 15 mínútur. Penslið bollurnar með þeyttu eggi og stráið birkifræjum yfir.
6.Setjið í 200°c heitan ofn í 15 mínútur eða til þau eru orðin gyllt að lit.

Uppskriftin kom upprunarlega af vefnum mylittlekitchen

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.