Ómæ…þessar kjúklingavefjur með eplabitum, mango chutney, avacado og sólþurrkuðum tómötum eru svo dásamlegar. Hollar og svo yndislega einfaldar. Þær eru líka sniðugar í nestisboxið eða lautarferðina. Mæli svo innilega með þessari og hlakka til að heyra hvernig ykkur líkaði.
1 kjúklingur, eldaður | |
1 lítill rauðlaukur, saxaður | |
1 hvítlauksrif, pressað | |
2 rauð epli, skorin í teninga | |
3 avacado, skorið í teninga | |
1 msk balsamikedik, t.d. Philippo Berio | |
2 msk olía | |
1 tsk karrý | |
salt | |
4 msk mangó chutney, t.d. frá Pataks | |
8 sólþurrkaðir tómatar, saxaðir | |
8 tortillur |
Kjúklingavefjur með mangó chutney
1. | Blandið lauk, hvítlauk, eplum og avacado saman í skál. |
2. | Setjið edik, olíu, karrý, salt og mangó chutney saman við og bætið sólþurrkuðum tómötum útí. |
3. | Skerið kjúklinginn í bita og blandið saman við salatið. |
4. | Hitið tortillurnar lítillega og látið fyllinguna á tortillurnar og rúllið upp. |
Leave a Reply