Stökkar avacadorúllur með jalapeno og kóríandersósu að hætti Cheesecake Factory
Stökkar avacadorúllur með jalapeno og kóríandersósu að hætti Cheesecake Factory

Innihaldslýsing

240 ml grænmetisolía
3 avacadó
1 plómutómatar, saxaður
1/4 rauðlaukur, saxaður smátt
2 msk ferskt kóríander, saxað
safi úr 1 lime
sjávarsalt og pipar
vorrúlludeig, fæst í thai búðum eða filódeig
Avacadorúllur með jalapenó-kóríandersósu

Leiðbeiningar

1.Gerið ídýfuna með því að blanda kóríander, sýrðum rjóma, jalapenó, majonesi, hvítlauk og límónusafa í matvinnsluvél. Smakkið til með salti og pipar.
2.Maukið avacado með gaffli og bætið tómötum, rauðlauk, kóríander, límónusafa, salti og pipar saman í skál og blandið vel saman.
3.Setjið um 1 msk af avacadomaukinu í miðju deigsins. Penslið endana á deiginu svo það sé auðveldara að loka því. Lokið rúllunni að ofan og neðan og rúllið henni svo upp.
4.Hitið olíuna í potti og steikið rúllurnar í 2-3 mínútur eða þar til þær eru orðnar gylltar að lit. Takið úr olíunni og setjið á eldhúspappír. Berið fram strax með jalapeno-kóríandersósunni.

Á þeim árum þegar ég vann í fluginu var fátt dásamlegra en að fara til Boston, versla smá og fá sér svo dásamlega góða rétti sem þar fást. Einn af þessum réttum eru vorrúllur fylltar með avacadó sem eru ólýsanlega góðar. Þessi uppskrift kemst ansi nálægt þeirri dásemd og ég veit að margir gleðjast ef þeir fá að bragða á þessum!

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.