Þessi uppskrift er vinsæl hjá flestum líka þeim sem eru almennt ekki hrifnir af kartöflusalati. Það er ferskt og virkilega bragðgott og hentar frábærlega með grillmat nú eða ekki grillmat – bara næstum öllum mat.

#samstarf28

| 1 kg soðnar kartöflur | |
| 3-4 soðin egg, skorin í bita (má sleppa en mér finnst voða gott að hafa eggin) | |
| 1 dós 5 % sýrður rjómi, t.d. frá Mjólka | |
| 4 msk léttmajones, t.d. frá Vogabær | |
| safi úr 1 límónu | |
| 1 rauðlaukur, smátt skorinn | |
| 1 rauð paprika, skorin smátt | |
| 1 lime | |
| 3-4 msk sojasósa | |
| hvítlaukskrydd | |
| svartur pipar |
| 1. | Skerið kartöflurnar í tenginga og sjóðið í saltvatni. |
| 2. | Setjið öll hin hráefnin í skál og blandið vel saman. |
| 3. | Látið heita kartöflubitana út í blönduna og blandið vel saman. Smakkið til með sojasósu, hvítlaukskryddi og svörtum pipar. |
| 4. | Kælið í um 30 mínútur áður en borið fram. Stráið ferskri steinselju yfir allt og njótið. |
Þessi uppskrift er vinsæl hjá flestum líka þeim sem eru almennt ekki hrifnir af kartöflusalati. Það er ferskt og virkilega bragðgott og hentar frábærlega með grillmat nú eða ekki grillmat – bara næstum öllum mat.

#samstarf28
Leave a Reply