Innihaldslýsing

1 kg soðnar kartöflur
3-4 soðin egg, skorin í bita (má sleppa en mér finnst voða gott að hafa eggin)
1 dós 5 % sýrður rjómi, t.d. frá Mjólka
4 msk léttmajones, t.d. frá Vogabær
safi úr 1 límónu
1 rauðlaukur, smátt skorinn
1 rauð paprika, skorin smátt
1 lime
3-4 msk sojasósa
hvítlaukskrydd
svartur pipar
Geggjað kartöflusalat

Leiðbeiningar

1.Skerið kartöflurnar  í tenginga og sjóðið í saltvatni.
2.Setjið öll hin hráefnin í  skál og blandið vel saman.
3.Látið heita kartöflubitana út í blönduna og blandið vel saman. Smakkið til með sojasósu, hvítlaukskryddi og svörtum pipar.
4.Kælið í um 30 mínútur áður en borið fram. Stráið ferskri steinselju yfir allt og njótið.

Þessi uppskrift er vinsæl hjá flestum líka þeim sem eru almennt ekki hrifnir af kartöflusalati. Það er ferskt og virkilega bragðgott og hentar frábærlega með grillmat nú eða ekki grillmat – bara næstum öllum mat.

#samstarf28

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.