Hvernig get ég lýst þessu pistasíukaramellunammi þannig að því séu gerð nægilega góð skil. Ætli það sé nokkuð hægt eða hér þarf að minnsta kosti skáld í verkið. Eitthvað sem nálgast fullkomnun kemst nálægt því. Ég leyfi mér að minnsta kosti að segja að þessir bitar eru sko með því betra sem ég og mínir hafa bragðað í nokkurn tíma. Uppskriftin kemur að ég held upprunarlega frá vefsíðunni madebydancia. Bitarnir eru stökkir að utan og með karamellu sem bráðnar í munni. Þessa verðið þið að prufa – segi ég og skrifa!
Innihaldslýsing
100 g haframjöl | |
3 msk möndlusmjör | |
2 msk hlynsíróp | |
1 msk límónusafi | |
150 g döðlur | |
½ banana | |
½ tsk sjávarsalt | |
1 msk kókosolía | |
1 tsk sítrónusafi | |
100 g pistasíur | |
250 g súkkulaði |
Pistasíu- og karamellunammi
Leiðbeiningar
1. | Setjið haframjöl í matvinnsluvél og blandið í 1 mínútu. |
2. | Bætið möndlusmjöri, hlynsíróp og sítrónusafa saman við og blandið í smá stund. Þrýstið blöndunni í form með smjörpappír og látið í frysti í 10 mínútur. |
3. | Setjið á meðan döðlurnar í sjóðandi vatn í nokkrar mínútur og þerrið síðan. Blandið í matvinnsluvél þar til þær eru orðnar að mauki. Bætið síðan banana, sjávarsalti, kókosolíu og sítrónusafa út í og blandið vel saman. Setjið karamelluna yfir botninn. |
4. | Saxið pistasíuhhneturnar og hellið yfir. Þrýstið þeim létt niður í karamelluna og setjið í frysti í nokkrar mínútur. Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði. |
5. | Takið nammið úr frysti og skerið í litla bita. Dreypið súkkulaðinu yfir bitana og látið harðna. Setjið bitana í frysti. Gott að geyma þá þar þangað til rétt áður en þeir eru borðaðir. |
Leave a Reply