Innihaldslýsing

100 g haframjöl
3 msk möndlusmjör
2 msk hlynsíróp
1 msk límónusafi
150 g döðlur
½ banana
½ tsk sjávarsalt
1 msk kókosolía
1 tsk sítrónusafi
100 g pistasíur
250 g súkkulaði
Pistasíu- og karamellunammi

Leiðbeiningar

1.Setjið haframjöl í matvinnsluvél og blandið í 1 mínútu.
2.Bætið möndlusmjöri, hlynsíróp og sítrónusafa saman við og blandið í smá stund. Þrýstið blöndunni í form með smjörpappír og látið í frysti í 10 mínútur.
3.Setjið á meðan döðlurnar í sjóðandi vatn í nokkrar mínútur og þerrið síðan. Blandið í matvinnsluvél þar til þær eru orðnar að mauki. Bætið síðan banana, sjávarsalti, kókosolíu og sítrónusafa út í og blandið vel saman. Setjið karamelluna yfir botninn.
4.Saxið pistasíuhhneturnar og hellið yfir. Þrýstið þeim létt niður í karamelluna og setjið í frysti í nokkrar mínútur. Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði.
5.Takið nammið úr frysti og skerið í litla bita. Dreypið súkkulaðinu yfir bitana og látið harðna. Setjið bitana í frysti. Gott að geyma þá þar þangað til rétt áður en þeir eru borðaðir.

Hvernig get ég lýst þessu pistasíukaramellunammi þannig að því séu gerð nægilega góð skil. Ætli það sé nokkuð hægt eða hér þarf að minnsta kosti skáld í verkið. Eitthvað sem nálgast fullkomnun kemst nálægt því. Ég leyfi mér að minnsta kosti að segja að þessir bitar eru sko með því betra sem ég og mínir hafa bragðað í nokkurn tíma. Uppskriftin kemur að ég held upprunarlega frá vefsíðunni madebydancia. Bitarnir eru stökkir að utan og með karamellu sem bráðnar í munni. Þessa verðið þið að prufa – segi ég og skrifa!

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.